Svo virðist vera sem nokkur titringur sé í íslenska fimleikaheiminum þessa stundina. Ástæðan er sú að Valgerður Sigfinnsdóttir í Gerplu var á dögunum sögð hafa brotið blað í sögu fimleika en ekki eru allir á sama máli þegar kemur að því hvort blaðið hafi verið brotið.
Þann 22. maí síðastliðinn birti mbl.is frétt þar sem fjallað var um Bikarmótið í hópfimleikum en það fór fram í íþróttahúsi Stjörnunnar í Garðabænum. „Valgerður Sigfinnsdóttir úr Gerplu braut blað í sögu fimleika þegar hún var fyrsta kona til að keppa með þrefalt heljarstökk með hálfri skrúfu á hópfimleikamóti,“ segir í fréttinni en svo virðist vera sem stökkið hafi verið framkvæmt áður hér á landi.
„Dýnan var ekki staðsett á gólfinu“
Fimleikakonan Glódís Guðgeirsdóttir vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Þar bendir hún á að dýnan sem notast var við á mótinu hafi ekki verið gild lendingardýna. „Satt og rétt nema hvað, mótið var ekki haldið í gilda lendingardýnu. Það er að segja, dýnan var ekki staðsett á gólfinu heldur í gryfjunni sem þýðir að minni líkur eru á meiðslum = minna stress,“ segir Glódís.
Glódís bendir svo á að fimleikalið Stjörnunnar í kvennaflokki hafi í dag birt myndband þar sem sjá má eins stökk og Valgerður gerði á mótinu. Myndbandið virðist sanna að Valgerður hafi ekki verið sú fyrsta til að ná stökkinu.
Fleiri Instagram-síður á vegum Stjörnunnar hafa svo deilt myndbandinu hjá sér. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
View this post on Instagram
„Það er síðan Íslandsmót eftir 2 vikur sem verður í löglega keppnislendingu svo það verður mjög spennandi að sjá hvort Vala muni slátra þessum banter með því að gera þrefalt (sem engin hefur gert).“ segir Glódís.