fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Samherji stal gögnum úr skýi uppljóstrarans

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 16:00

Jóhannes Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Samherja sóttu gögn úr persónulegu Dropbox-i Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara til að reyna að staðfesta þá mynd sem fyrirtækið hefur reynt að draga upp af Jóhannesi. Stundin greinir frá. 

Gögnum um samskipti „skæruliðadeildar“ Samherja var lekið til Stundarinnar og Kjarnans á dögunum og hafa báðir fjölmiðlar birt fréttir úr þeim seinustu daga. Gögnunum var stolið af þriðja aðila úr síma Páls Steingrímssonar, starfsmanns Samherja, og áframsend á miðlana.

Samkvæmt Stundinni áttu gögnin úr Dropbox-i Jóhannesar að sýna fram á að hann væri orðinn „óstýrlátur starfsmaður“ stuttu áður en hann hætti hjá fyrirtækinu og að hann beri alla ábyrgð á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu. Fram kemur að gögnin sem fyrirtækið stal hafi verið komið til lögreglu.

Ekki kemur fram hvað stendur nákvæmlega í þessum gögnum sem Samherji stal en Anna Bryndís Baldvins McClure, lögmaður Samherja, talar mikið um gögnin í samantekt um Samherja-málið sem hún skrifaði í febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur