fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Konan sem gagnrýndi Ísrael við ferðamann fær yfir sig mikið skítkast – „Ég vona að þú brennir í helvíti gyðingahatarinn þinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 12:15

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem fékk áminningu frá Airbnb vegna skilaboða til ísraelsks ferðamanns sem hafði bókað gistingu hjá henni hefur fengið yfir sig mikið skítkast í einkaskilaboðum vegna málsins. Ísraelsmenn hafa gagnrýnt hana á Twitter en hún hefur líka fengið mjög ósmekkleg skilaboð sem virðast koma frá Íslendingum.

Eins og DV greindi frá í gærkvöld þá svaraði konan bókun mannsins með eftirfarandi skilaboðum:

„Nú hefur mikið verið fjallað um Ísrael í fjölmiðlum og grimmd þeirra gagnvart börnum. Hvað segir þú um þetta? Heldur þú að allar dyr Íslands standi þér opnar?“

Maðurinn kvartaði yfir þessu til Aibnb sem veitti konunni áminningu. Hún sagði í viðtali við DV að maðurinn hefði brugðist við spurningu hennar með mjög ofsafengnum hætti: „Hann brást alveg rosalega hart við og jós yfir mig óbótaskömmum eins og ég hefði kveikt í púðurtunnu. Hann fékk líka vini sína til að panta hjá mér og hella yfir mig alls konar óþverra. Mér fannst þetta framferði einkennast af ofstæki.“

Af Twitter-reikningi mannsins sem hér á í hlut að dæma er hann mjög harður stuðningsmaður stefnu Ísraels gagnvart Palistínumönnum og má líklega flokka stjórnmálaskoðanir hans sem zíonisma.

Fjallað hefur verið um málið í Jerusalem Post og sem fyrr segir hefur konan verið tekin fyrir á Twitter. En hún hefur einnig fengið mjög ljót skilaboð á íslensku sem virðast koma frá Íslendingum því erfitt er að sjá að textinn geti verið vélþýddur. Meðal skilaboðanna eru eftirfarandi:

 „Vona að þú brennir í helvíti gyðingahatarinn þinn“

„Takk fyrir ađ falla í gryfjuna og vekja máliđ upp aftur eins og ég vildi ađ myndi gerast og fólk færi ađ tala gegn þér, þarna varstu nú vitlaus 😅😅 er ađ skrifa Jerusalem post aftur í þessum töluđu orđum, bæbæ 😁

Svo virðist sem nokkrir Íslendingar séu í sambandi við ísraelska fjölmiðla þar sem þeir reyna að koma höggi á konuna, sem og við ísraelska skoðanabræður sína á samfélagsmiðlum. Hafa skilaboð konunnar til ferðamannsins verið birt sem og áminningin til hennar frá Airbnb. Áminningunni er deilt víða á milli netverja.

Konan frábiður sér ásakanir um gyðingahatur, hún segist í skilaboðunum til ferðamannsins ísraelska eingöngu vera að vísa til nýlegra atburða á Gaza-svæðinu þar sem tugir barna létu lífið og önnur eru limlest eftir sprengjuregnið. Hún sjái ekkert athugavert við að spyrja ísraelska ferðamenn hvort þeir styðji þetta blóðbað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur