fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Hrottalegt myndband af slagsmálum í miðbænum í dreifingu – Dæmdur ofbeldismaður rotaður – „Do you give up? No!“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. maí 2021 20:30

mynd/skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrottalegt myndband gengur nú um netheima sem eldur í sinu en þar má sjá tvo unga menn slást af mikilli hörku. Myndbandið er tekið á Ingólfstorgi á dögunum og sýnir mennina tvo veltast um á götuhorni Veltusunds og Hafnarstrætis. Samkvæmt heimildum DV eru mennirnir á myndbandinu annars vegar breskur ferðamaður og hins vegar Guðmundur Elís Sigurvinsson.

Guðmundur Elís var í fréttum í fyrra þegar fyrrverandi kærasta hans, Kamilla Ívarsdóttir, sagði frá hrottalegu ofbeldi sem hún hafi orðið fyrir. Kamilla steig fram með eftirminnilegum hætti í Kastljósi þar sem hún greindi frá ofbeldinu og ofsóknum sem hún varð fyrir af hálfu Guðmundar. Kom þá á daginn að Guðmundur hafði ítrekað sett sig í samband við hana, þvert á nálgunarbann sem hann þá sætti, meðal annars með því að hringja í hana 122 sinnum úr síma fangelsisins á Hólmsheiði þar hann sætti gæsluvarðhaldi.

Sjá nánar: Guðmundur Elís braut gegn fleiri konum – Óhugnanlegar lýsingar í Kastljósi og langur afbrotaferill

Guðmundur var í mars á síðasta ári dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir ofbeldisbrot sín. Þá var hann jafnframt sakfelldur fyrir að hafa hótað fyrrum kærustu sinni og barnsmóður ofbeldi. „Ég tek þig og kem […] þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem,“ sendi Guðmundur barnsmóður sinni meðal annars.

Árás Guðmundar á Kamillu var svo hrottaleg að hún var í upphafi rannsökuð af lögreglu sem tilraun til manndráps.

Sjá nánar: „Hann hélt hníf upp við hálsinn á mér“ og sagðist ætla að „drepa fjölskylduna mína og mig“

DV reyndi ítrekað að ná tali af Guðmundi í dag en óstaðfestar heimildir DV herma að hann dúsi nú á bak við lás og slá á  Hólmsheiði. Hvort það tengist slagsmálum hans í miðborginni eða ekki er ekki vitað.

Myndbandið er, sem fyrr segir, ekki fyrir viðkvæma. Þar sjást harkaleg átök mannanna tveggja sem enda með því að breski ferðamaðurinn hefur Guðmund Elías undir. Hann öskrar þá á Guðmund: „Do you give up?“ sem Guðmundur neitar. Þá skiptir engum togum að Bretinn slær Guðmund bylmingshöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann liggur óvígur eftir.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“