Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur Kastljóss í gær ásamt Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Kjarnans. Þar var herferð „skæruliðadeildar“ Samherja rædd.
Twitter logaði eftir þáttinn og var Brynjar gagnrýndur fyrir skoðanir sínar á málinu. Hann taldi aðferðir „skæruliðadeildarinnar“ ekki vera skaðlegar en upp hefur komið að deildin reyndi meðal annars að hafa áhrif á kjör formanns Blaðamannafélags Íslands.
Margir töldu það vera skrítið að Brynjar skyldi vera sá sem ræddi þetta mál en það kom fáum á óvart að hann er Samherja megin í lífinu.
kastljósið í kvöld var afhjúpandi pic.twitter.com/W4Nq2J89VM
— Atli Fannar (@atlifannar) May 26, 2021
Ég fæ alltaf svo sterklega á tilfinninguna að Brynjar Níelsson hafi eytt nákvæmlega 4 mínútum í að fullmóta einhverja mjög harða afstöðu, sem hann nennir svo að rífast um í öllum fjölmiðlum algjörlega án þess að hafa neina dýpt eða perspektíf í þeim.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 26, 2021
Þið sem eruð hissa á að Brynjar Níelsson sé að mæta og ræða stærsta hagsmunaárekstursskandal íslenskra stjórnmála í seinni tíð án þess að vita nokkuð um málið:
Sjálfstæðisflokkurinn sendir Brynjar út til að reyna að gengisfella umræðuna.
— Dagbjört Hákonardóttir (@dagbjort) May 26, 2021
Brynjar Níelsson er manngerfing hugtaksins Hot-take https://t.co/oZi4TaYy2C
— Ingi Þórisson (@ingithoris) May 26, 2021
Var Brynjar Níelsson að kalla skæruliða Samherja einskonar blaðamenn?
— Svala Hjörleifsdóttir (@svalalala) May 26, 2021
— Fréttirnar (@frettirnar) May 26, 2021
Áður en við fórum í pólitík mættum við í Kastljós til að ræða dóm Hæstaréttar í kynferðisbrotamáli. Við vorum, eins og oftast, grenjandi ósammála. Eftir þáttinn kom í ljós að hann hafði ekki lesið dóminn. Það var hressandi.
— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 26, 2021
Er nokkuð umræðuefni sem Brynjar Níelsson myndi ekki treysta sér til að mæta og gaspra um í sjónvarpi án undirbúnings?
— Stefán Pálsson (@Stebbip) May 26, 2021
Brynjar lítur þannig á málið að fyrst hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins þá sé hann í vinnu hjá Samherja.
— Einar Örn Hallgríms (@EinarTheEagle) May 26, 2021
Það sem ég skil minnst er af hverju @kastljosruv ákvað að draga Brynjar inní þetta viðtal yfir höfuð. Samherji kaus að senda engann til að tala sínu máli svo það liggur beinast við að leyfa Þórði Snæ að fara yfir málið frá sinni hlið án þess að þurfa að sitja undir svona bulli
— Baldur Þór Emilsson (@baldurthoremils) May 27, 2021
„Þeir fylgjast með mér.“ ha, hverjir, Samherji? „Nei, blaðamenn.“ BN pic.twitter.com/l29jWsongl
— Thorsteinn J. (@Thorsteinnj) May 26, 2021