fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Rekinn úr Skotíþróttafélagi Kópavogs fyrir að miða loftskammbyssu á æfingafélaga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotíþróttafélag Kópavogs, félag sem stofnað var árið 1987 og er aðildarfélag ÍSÍ, rak síðla árs mann úr félaginu fyrir meinta ógætilega framkomu á skotæfingum. Atvikið sem leiddi til brottrekstrarins snerist um það að maðurinn hefði beint loftskammbyssu að æfingafélaga. Þó kom fram að öryggið hefði verið á byssunni og ekki var hætta á að hleypt yrði af.

Fleiri tilvik voru tilgreind, til dæmis hefði maðurinn átt til að skjóta á skotskífur annarra skotfélaga í stað þess að halda sér við sína eigin.

Maðurinn kærði brottvikninguna, vildi fá hana skráða ólöglega, auk þess sem hann krafðist 1,3 milljóna króna í skaðabætur. Hann sagði að ákvörðunin hefði verið með öllu tilhæfulaus og hún hefði leitt til þess að hann gæti ekki gerst félagi í skráðu skotfélagi sem aftur hamli möguleikum hans til að öðlast réttindi til eignar á skammbyssu. Ennfremur hafi ákvörðunin vegið mjög að æru hans og valdið honum mikilli vanlíðan.

Jafnframt hefði hann ekki fengið tækifæri til að standa fyrir máli sínu auk þess sem hann hefði aldrei fengið formlega áminningu áður en þessi ákvörðun var tekin.

Skotíþróttafélagið bar við í vörn sinni að brottvikningin hefði verið lögmæt enda hefði vitni borið um framferði mannsins er hann var sagður hafa beint loftskammbyssu að félaga sínum. Þá véfengdi félagið að maðurinn hefði orðið fyrir skaða vegna málsins því hann væri nú félagi í skráðu skotfélagi og varðandi mannorð mannins hefði verið farið mjög leynt með ákvörðunina og gætt trúnaðar.

Skotíþróttafélagið segir jafnframt að manninum hafi verið gefinn kostur á að tjá sig um ákvörðunina. Gallinn þar er þó sá að hann fékk það boð eftir að ákvörðunin um brottvikningu hans hafði verið tekin.

Ákvörðunin um brottvikningu mannsins var tekin á 23 manna stjórnarfundi. Sá fundur virðist þó hafa verið fremur óformlegur því ákvörðunin var tekin skriflega í gegnum spjallforritið Messenger, að því er segir í texta dómsins.

Kveðinn var upp dómur í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómurinn féllst ekki á röksemdir skotfélagsins. Ekki hafi gerið gætt að andmælarétti mannsins og hann hafi aldrei fengið tækifæri til að koma málstað sínum á framfæri. Hann hafi enga formlega áminningu fengið. Við hinum meintu brotum hans hafi verið brugðist með óformlegri tilsögn. Atvikið þar sem hann á að hafa beint loftskammbyssu að félaga sínum þykir engan veginn sannað. Þá segir í dómnum að engin gögn liggi fyrir um að maðurinn hafi fengið inngöngu í annað skotfélag. Ljóst sé að hann hafi lögvarða hagsmuni af málinu.

Ákvörðun skotíþróttafélagsins er talin brjóta í bága við eigin lög félagsins, samkvæmt dómnum.

Ákvörðun Skotíþróttafélags Kópavogs um að víkja manninum úr félaginu er því felld úr gildi og félagið skal greiða manninum 200.000 krónur í skaðabætur. Þá skal það greiða honum eina milljón króna í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu