Fimm smit greindust innanlands í gær, þar af tvö utan sóttkvíar. Tvö smit greindust á landamærunum.
Í samtali við blaðamann DV segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna að smit utan sóttkvíar séu alltaf áhyggjuefni. Nú er unnið að smitrakningu og mun staðan skýrast að henni lokinni.
Alls eru 38 í einangrun með virkt smit og 101 í sóttkví.