Einstaklingur lést á Landspítalanum föstudaginn 22. maí síðastliðinn af völdum Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans.
Þetta er fyrsta andlátið vegna Covid-19 á þessu ári en seinasta andlát var 28. desember á seinasta ári.
Alls hafa 30 látist af völdum veirunnar síðan faraldurinn hófst. 40 manns eru í einangrun með virkt smit þessa stundina.