fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Hörmulegt andlát verðandi móður notað sem áróður gegn bólusetningum: Eftirlifandi unnusti þurfti að leiðrétta rangfærslurnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. maí 2021 10:40

Eftirlifandi unnusti konunnar sá sig knúinn til þess að bregðast við rangfærslunum í fjölmennum umræðuhópi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung verðandi móðir, sem komin var tæpa 5 mánuði á leið, lést í byrjun síðustu viku. Ekki þarf að taka fram að um ólýsanlegan harmleik er að ræða fyrir aðstandendur.

Það hefur sett ljótan blett á sorgarferli aðstandenda að  undanfarna viku hefur verið í dreifingu samsett mynd þar sem því er haldið fram að unga konan hafi látist úr blóðtappa í heila fjórum klukkustundum eftir að hún var bólusett fyrir Covid-19. Þá hefur DV og blaðamönnum miðilsins borist fjölmargar ábendingar þar sem hvatt var til þess að fjallað yrði um þetta meinta bólusetningarhneyksli.

Þegar myndinni var svo meðal annars dreift inn í fjölmennan umræðuhóp um Covid-19 sá eftirlifandi unnustu konunnar sig knúinn til þess bregðast við og leiðrétta hinnar ógeðfelldu sögusagnir.

Áróðursmyndin sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum

„Vil bara taka það fram að það er verið að dreifa röngum upplýsingum um [….] mína heitina. Hún var sem sagt ólétt og lést á mánudaginn [17. maí] útaf blóðtappa í lungum. Hér var sett inn áðan póstur sem sagði að hún hefði fengið bóluefni og dáið svo úr blóðtappa í heila nokkrum tímum síðar. Það er er einfaldlega rangt þar sem hún hafði ekki farið í bólusetningu,“ skrifaði unnustinn í skeytinu.

Bað hann að endingu fólk að taka ekki mark á ruglinu og ekki dreifa því áfram.

Unnusti konunnar sá sig knúinn til að bregðast við
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“