fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Hallgrímur heldur því opnu að kæra Þorbjörn

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason rithöfundur var einn þeirra sem Samherjamenn ræddu um í einkaskilaboðum sem lekið var til Stundarinnar og Kjarnans á dögunum. Í skilaboðasamskiptum Þorbjarnar Þórðarsonar og Páls Steingrímssonar kom fram að þeir ætluðu að reyna að uppljóstra því að Hallgrímur ætti Teslu, jafnframt því að vera á listamannalaunum. 

Þegar bílnum var flett upp í skrám kom í ljós að nágranni Hallgríms átti hann og því hafa Samherjamenn líklegast ekki aðhafst meira í málinu. Hallgrímur segir í samtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 þessa uppflettingu mögulega vera ólöglega en hann eigi eftir að tala við lögmann vegna málsins.

„Þar með á maður að vera með skert málfrelsi og mega ekki tala um hitt og þetta því ríkið er að greiða manni laun. Svo er reynt að finna út hvort ég eigi Teslu-bíl sem stendur í innkeyrslunni og nágrannarnir uppi eiga. Það er eins og keyrt hafi verið fram hjá heimilinu, njósnað og reynt að fylgjast með manni. Og flett upp í skrá sem mér skilst að sé ólöglegt,“ segir Hallgrímur og útilokar ekki að kæra Þorbjörn. „Ég las svo í blöðum um helgina að það væri lögbrot að Þorbjörn sem blaðamaður hefði verið að fletta mér upp í einhverjum skrám. Það gæti verið ólöglegt þannig að ég held þeim möguleika alveg opnum að kæra, sko.“

Hallgrímur telur að njósnir Samherja á sér hafi byrjað vegna greinar sem hann skrifaði í Stundina árið 2019.

„Ég skrifaði grein 2019 þegar varðskipið Þór var við kæjann á Dalvík að knýja bæinn í miklu rafmagnsleysi. Mér fannst þetta táknrænt fyrir arðránið sem orðið hefur á Íslandi, innviðirnir eru í molum og við gerum ekki ráð fyrir rafmagnsleysi,“ segir Hallgrímur og vill meina að Samherji hafi komið fé undan í gegnum flóknar fléttur í skattaskjólum svo að þeir peningar hafi ekki komist í uppbyggingu innviða.

Hallgrímur birti færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann deilir viðtalinu og segir fyrirsögn RÚV vera einkennilega.

„Síðan hvenær urðu njósnir að „eftirliti“? Ég var búinn að lista 20 punkta fyrir viðtalið en gleymdi samt að segja þann besta: „Hérlendis hefur aðeins einn maður hlotið dóm í Samherjamálinu og það er Helgi Seljan,“ skrifar hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“