Eitt innanlandssmit greindist í gær en aðilinn var utan sóttkvíar við greiningu. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir í samtali við DV að það gangi vel að rekja smitið.
Fimm smit greindust á landamærunum. Nýgengi innanlandssmita er nú 7,1 en á landamærunum 3,0.
Einn aðili liggur inni á sjúkrahúsi vegna Covid-19 en alls eru 40 í einangrun með virkt smit.