fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Dagforeldrið svarar fyrir sig – Segist bara hafa lamið eigin börn – „ÓSJÁLFRÁÐU VIÐBRÖGÐIN sem ég fékk voru að slá þéttings fast í kinnina á þeim“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 25. maí 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagmóðir í Reykjavík sem vakti athygli með athugasemd sem hún skrifaði inn á hópinn Mæðra Tips! hefur verið tilkynnt yfirvöldum.

Eins og greint var frá í gær skrifaði dagmóðirin athugasemd þar sem hún ráðlagði móður að slá barn sitt á fyrsta ári til að fá hann til að hætta að bíta.

Sjá einnig: Dagforeldri í Reykjavík ráðleggur móður að slá barnið sitt – „Það þarf að jarða þessa konu“

Athugasemdin vakti mikla reiði og hefur skjáskot af því farið sem eldur um sinu í netheimum. Margir notendur hafa nú greint frá því að hafa tilkynnt umrædda dagmóður ýmist til Reykjavíkurborgar, Barnaverndar eða til lögreglu. Deilir einn notandi skjáskotum sínum af samtali á Facebook við lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu þar sem lögregla greinir frá því að fjöldi tilkynninga hafi borist vegna málsins og það hafi verið sent til skoðunar.

„Takk fyrir að koma þessu áleiðis. Við erum búin að fá fleiri ábendingar um þetta. Málið hefur verið sent áfram til skoðunar.”

Dagmóðirin hefur orðið fyrir töluverðu áreiti síðasta sólarhring og hefur nú lokað Facebook-aðgangi sínum. Áður en hún gerði það svaraði  hún fyrir sig inn á einni síðu:

„Mér þykir leitt að hafa ollið allri þessari úlfúð, ég lem ekki börn svo það komi fram en það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá ummælin frá mömmunni sem var með barn sem var að bíta að þegar ég var með syni mína á brjósti [….] hvað skeði þegar þeir bitu mig. ÓSJÁLFRÁÐU VIÐBRÖGÐIN sem ég fékk voru að slá þéttings fast í kinnina á þeim og þeir bitu aldrei aftur. Ef þið hafið gaman að japla á þessari yfirsjón minni þá megið þig það. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Ég biðst afsökunar á því að hafa gefið svona ógætileg ráð og valdið svona misskilningi og úlfúð”

Ekki virðist þessi afsökunarbeiðni hafa haft erindi sem erfiði.

„Gjörsamlega búin að skjóta sig í fótinn með sínum ummælum og ráðum ef það er hægt að kalla þetta ráð. Hef aldrei verið eins reið að lesa komment á facebook. Vona svo innilega að allir foreldrar sem eiga börn í dagvistun hjá henni sjái þetta og hætti. Þetta stingur í hjartað að lesa þetta.”

„Bara vá sko, ég er orðlaus. Verandi með barn á brjósti fæ ég bara sting í magann að hugsa um þetta. Ef að þetta eitt og sér fær hana til að slá börnin sín hvað gerir hún þá þegar þau gera eitthvað „alvarlegra”?”

„Líka geðveikt grillað eftir á, bara nei nei ég lem aldrei börn ég bara ákvað að ráðleggja öðrum það af því allt í einu mundi ég að fyrir 35 árum síðan sló ég son minn og það virkaði

Umrædd dagmóðir kærði heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fyrir nokkrum árum vegna ákvörðun eftirlitsins um að takmarka starfsleyfi hennar sem dagmóðir við sex börn. Í úrskurðinum kom fram að hún hafi áður haft leyfi fyrir 10 börn en leiksvæði hjá henni var að hámarki 20 fermetrar. Leikrými í stofu hafi reynst rúmir sextán fermetrar og það hafi verið stofu rými auk eldhúss og borðstofu og nýtist því að eins að hluta. Heildarstærð húsnæðisins hafi verið rétt rúmir 40 fermetrar. Því var talið rétt að takmarka starfsleyfið við sex börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“