Lögregla hafði afskipti af minnst tíu ökumönnum í gær og í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Fjórir þeirra reyndust án gildra ökuréttinda en þrír þeirra mældust undir refsimörkum, þ.e. ekki mældist það mikið áfengi í þeim að hægt væri að beita sektum eða sviptingu ökuréttinda. Þess í stað var þeim gert að hætta akstri.
Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi í Miðbænum sem er grunaður um eignaspjöll.
Lögregla var með tvo umferðarpósta í gær, annan í Kópavogi þar sem fylgst var með ástandi ökumanna og ökutækja, og hinn var í Breiðholti.