Árný Fjóla Ásmundsdóttir segir frá því á Instagram að hún hafi í dag greinst með COVID. Hún er sem kunnugt er meðlimur Gagnamagnsins, og eiginkona Daða Freys Péturssonar, sem tók þátt í Eurovisionkeppninni um helgina og hafnaði í fjórða sæti.
Gagnamagnið náði þó ekki að stíga á svið í keppninni úti í Rotterdam því annar meðlimur, Jóhann Sigurður Jóhannsson, hafði þá verið greindur með COVID. Þriðji meðlimur íslenska hópsins hafði áður greinst með COVID.
Árný er ólétt af öðru barni þeirra Daða. Meirihluti íslenska hópsins kom aftur til Íslands í gær. Öll fóru þau í sýnatöku við komuna á flugvöllinn áður en þau fóru í sóttkví en hún greinir frá því í færslunni að sýnið hennar hafi týnst. Því hafi hún farið aftur í sýnatöku og fékk nú jákvæða niðurstöðu.
View this post on Instagram