fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Rauðagerðismálið: Öll fjögur ákærð fyrir manndráp – Claudia njósnaði um Armando

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. maí 2021 16:33

Frá Rauðagerði. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra hefur verið gefin út á fjórar manneskjur vegna morðsins á Albananum Armando Bequiri,  sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt laugardagskvöldið 13. febrúar. Meðal sakborninganna fjögurra er Claudia Sofia Soelho Carvalho, kona fædd árið 1990, en hún njósnaði um Armando í aðdraganda morðsins og gaf upplýsingar um ferðir hans.

Ljóst er af ákærunni að morðið var þaulskipulagt. Einn hinna ákærðu er Murat Selivrada, maður sem býr á Seltjarnarnesi og er fæddur árið 1989. Murat er sagður hafa sýnt Claudiu tvo bíla í eigu Armando sem lagt var við Rauðarárstíg. Claudia fékk þau fyrirmæli að fylgjast með bílunum og senda skilaboð þegar annar þeirra legði af stað frá Rauðarárstíg áleiðis í Rauðagerði. Þetta gerði Claudia.

Þriðji ákærði maðurinn er Shpetim Querimi, fertugur maður sem býr í Hafnarfirði. Hann ók ásamt Angjelin að Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar og stöðvuðu þeir bílinn nálægt horni Rauðagerðis og Borgargerðis. Síðan segir orðrétt í ákæru héraðssaksóknara:

„Þegar bifreið Armando var ekið að heimili hans að Rauðagerði 28 ók ákærði Shpetim í humátt á eftir honum, hleypti meðákærða Angjelin úr bifreiðinni við hús nr. 28 og ók svo áfram nokkrar húsalengdir þar sem hann snéri bifreiðinni við og beið þar til meðákærði Angjelin gaf honum merki um að sækja sig. Þá ók ákærði Shpetim austur Rauðagerði og tók meðákærða Angjelin upp í bifreiðina í Borgargerði. Þeir óku svo út úr bænum og í Varmahlíð í Skagafirði, með viðkomu í Kollafirði þar sem meðákærði Angjelin losaði sig við skammbyssu með því að henda henni í sjóinn.“

Fóru til Skagafjarðar en stoppuðu í Kollafirði

Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando til bana. Hann faldi sig við hús Armandos í Rauðagerði, við bílskúrinn, og þegar Armando kom út úr bílskúnum skaut Angjelin hann níu sinnum í líkama og höfuð með 22 kalibera Sig Sauer skammbyssu. Armando lést af skotáverkum sem hann hlaut á heila og brjóst.

Angjelin og Shpetim forðuðu sér síðan úr hverfinu og óku út úr bænum til Varmahlíðar í Skagafirði. Á leiðinni stöðvuðu þeir í Kollafirði þar sem Angjelin losaði sig við byssuna í sjóinn.

Háar miskabætur

Þórunn Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armandos, gerir miskabótakröfur fyrir hönd sín, fyrir hönd barns þeirra hjóna og fyrir hönd ófædds barns þeirra. Einnig gera albanskir ættingjar Armandos miskabótakröfur og nema þessar bótakröfur samtals um 70 milljónum króna.

Málið verður þingfest á morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þinghlé verður í héraðsdómi í lok júní og því er ólíklegt að málinu ljúki fyrr en með haustinu í fyrsta lagi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna