Áfram berast ánægjulegar tölur frá almannavörnum varðandi stöðu COVID-19 á landinu. Í gær greindist enginn, hvorki hér innanlands né á landamærunum. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem enginn greinist innanlands en að sjálfsögðu ætlum við öll að taka þessum tíðindum með stóískri ró og muna það að fljótt skipast veður í lofti og þetta er ekki búið enn.
Aðeins 48 manns eru nú í einangrun og 157 í sóttkví og 80.464 landsmenn eru fullbólusettir.
Í morgun taka gildi nýjar tilslakanir og fyrsta áfanga í afnámi grímuskyldunnar og 150 manns mega koma saman.