Þá er það komið á hreint að söngvari ítölsku hljómsveitarinnar Maneskin neytti ekki fíkniefna í Græna herberginu á Eurovison-keppninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU).
„Engin fíkniefnaneysla átti sér stað í Græna herberginu og málinu er nú lokið,“ segir í yfirlýsingu.
„Það vekur þó áhyggjur að ónákvæmar getgátur hafi orðið til þess að falsfréttir hafa skyggt á anda og úrslit keppninnar og haft ósanngjörn áhrif á hljómsveitina.
Við viljum óska Maneskin enn aftur til hamingju og óskum þeim velfarnaðar. Við hlökkum til þess að vinna með ítalska aðildarfélaginu Rai að því að undirbúa stórkostlega Eurovision keppni á Ítalíu á næsta ári“