fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Óþægilegt ættarmót framundan: Frambjóðandi Samfylkingarinnar og yfirlögfræðingur Samherja frændsystkini – „Hent upp svörum á fíflið hann frænda minn?“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 23. maí 2021 15:42

mynd/samsett Samherji.is/Frettabladid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna Bryndís McClure yfirlögfræðingur Samherja og einn meðlimur í skæruliðagengi fyrirtækisins og Jóhann Páll Jóhannsson frambjóðandi Samfylkingarinnar eru frændsystkin. Þetta kemur fram í nýjasta útspili Kjarnans.

Kjarninn og Stundin hafa undanfarna daga birt fréttir upp úr miklu gagnasafni sem miðlarnir hafa undir höndum. Herma heimildir DV að um sé að ræða samskipti á lokuðum spjallþráðum Messenger, Facebook, What’s App og Gmail. Ekki liggur fyrir hvernig Kjarnanum og Stundinni áskotnaðist gögnin.

Í hópi Samherjafólks sem kenna sig við skæruliða eru meðal annars þau Arna Bryndís, Páll Steingrímsson skipstjóri og Þorbjörn Þórðarson fjölmiðlamaður sem starfar fyrir fyrirtækið sem utanaðkomandi ráðgjafi.

Hópurinn hefur meðal annars lagt á ráðin um að hafa áhrif á kjör formanns Blaðamannafélags Íslands, og í nýjustu frétt Kjarnans segir frá því að þau hafi „stillt upp“ lista fólks sem væri ákjósanlegt að kæmist áfram í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, en í kjördæminu eru Akureyri og Dalvík þar sem Samherji rekur sína útgerð að mestu.

Í þeirri sömu frétt Kjarnans segir svo frá því að Páll hafi sett inn á spjallþráð hópsins að svara svara þyrfti greinum og stöðuuppfærslum frá formanni Samfylkingarinnar, Loga Einarssyni, þar sem hann fer hörðum orðum um starfsemi Samherja, frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, fráfarandi þingmanni Vinstri grænna, um „árásir Samherja“ á fréttamann RUV og svo loks frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingframbjóðenda Samfylkingarinnar í Reykjavík. Jóhann sagði í færslu sinni að eftirlitsstofnanir með útgerðinni hefðu verið geldar og þannig búið til stétt ofurríkra „olígarka“ sem hefði eignað sér fiskinn í sjónum. „Yfirgangurinn mun halda áfram að eitra út frá sér og bitna á okkur öllum meðan samherjar Samherja stjórna Íslandi,“ skrifaði Jóhann þá enn fremur.

Svör Örnu við færslu Páls koma fram í frétt Kjarnans. „Nú þarf efnisleg svör. ég er búin að ýta og ýta í þmb,“ og átti þar við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. Hún segir þá jafnframt að „lítið mál sé að svara kjaftæðinu í frænda mínum,“ og á hún við Jóhann Pál.

Arna og Jóhann Páll, eru sem fyrr sagði frændsystkin, en langamma Örnu og amma Jóhanns voru systur, að því er kemur fram í Kjarnanum.

Því næst beinir Arna spurningu að Þorbirni og spurt hvort hann geti: „hent upp svörum á fíflið hann frænda minn?“ Þorbjörn svarar um hæl: „Klárt.“

Ljóst er að Samfylkingarframbjóðandinn er á þeirri skoðun að næsta ættarmót verði forvitnilegt.

Jóhann Páll hefur reyndar alltaf verið stóryrtur í baráttu sinni gegn kvótaeign íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og oftar en ekki látið fiskveiðifyrirtæki og stjórnendur þeirra heyra það, svo það hefur kannski ekki verið úr mikilli frændsystkinaást að spila áður en Arna kallaði hann fífl. Hver veit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít