fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Klúðursleg kæra í Keflavík vekur athygli – Nýir eigendur Paddy’s kærðir vegna írska álfsins

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 23. maí 2021 12:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur vísaði í dag frá dómi kröfu Ármanns Ólafs Helgasonar, fyrrum eiganda skemmtistaðarins Paddy’s við Hafnargötu í Keflavík, um að nýr eigandi staðarins, fyrirtækið Fagriblakur frá Keflavík ehf., hætti að nota merki staðarins, fjarlægi allar merkingar staðarins af húsi hans, og greiði honum bætur vegna óheimilaðar notkunar á merkinu.

Eigendur fyrirtækisins Fagrablaks frá Keflavík, sem rekur Paddy’s í dag, eru þeir Ragnar Aron Ragnarsson og Björgvin Ívar Baldursson.

Óhætt er að segja að kröfur Ármanns og málatilbúnaður allur hafi verið klaufalegur.

Kröfuna byggði Ármann á því að hann væri eigandi orð- og myndmerkis Paddy’s Irish Pub Keflavík, samkvæmt skráningu hjá Hugverkastofu. Hann hafi byggt upp umrætt vörumerki og að það sé í dag orðið „föst stærð“ í menningarlífi Reykjanesbæjar. Samkvæmt heimasíðu Hugverkastofu skráði Ármann merkið og nafnið 27. maí 2014. Mynd af merki staðarins, sem Ármann á einkaleyfi á, er hér að neðan.

Þessa mynd, á Ármann. mynd/Hugverkastofa

Í greinargerð nýrra eiganda, stefndu í málinu, voru kröfur Ármanns hins vegar sagðar óljósar og ekki hægt að greina hvaða merkingar Ármann ætti við í stefnu sinni og með hvaða hætti þær brytu gegn vörumerkjarétti Ármanns.

Óumdeilt var í málinu að Ármann ætti umrætt merki og nafn. Hins vegar er það svo að staðurinn er í dag rekinn undir nafninu Paddy’s Beach Bar, og merkið umrædda er ekki að sjá á markaðsefni staðarins, hvorki á Facebook né annars staðar.

Niðurstaða dómara var, sem fyrr sagði, að vísa málinu frá og er frávísunarúrskurður dómara óvenju skorinorður. Þar segir hann kröfurnar „óskýrar og of víðtækar og ekki dómtækar.“

Þar segir jafnframt að ekki hafi verið tilgreint í stefnu hvaða merkingar sem stefndi notaði væri um að ræða, eða hvort þær væru eins eða líkar þeim sem Ármann á einkarétt á. „Engin gögn liggja fyrir um hvaða merkingar stenfdi noti sem stefnandi telur að brjóti gegn vörumerkjarétti sínum,“ segir í niðurstöðu dómsins.

Þá gerði lögmaður Ármanns jafnframt kröfu um bótagreiðslu, og að dómari viðurkenndi bótarétt, en slíkum kröfum má víst ekki slá saman í eitt fyrir dómi. „Með vísan til alls framangreinds er fallist á kröfu um að vísa máli þessu frá dómi,“ skrifar dómari að lokum.

Úrskurðinum er hægt að áfrýja til Landsréttar, en DV hefur ekki upplýsingar um hvort það hafi verið gert eða hvort það standi til.

Fyrir fýluferðina þarf Ármann svo að greiða Fagrablaka frá Keflavík ehf. 200 þúsund krónur í málskostnað.

Dóminn má sjá í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít