fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Ásakanir um kókaínneyslu í beinni enn uppi þrátt fyrir dramatíska neitun – „Hver þrífur glerbrot með tánum?“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 23. maí 2021 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar logi enn af umræðum um hugsanlega kókaínneyslu Damiano David, söngvara bandsins Maneskin sem sigraði Eurovision í gærkvöldi. Sögurnar fóru á flug þegar myndavélar náðu skoti af David í beinni útsendingu beygja sig niður að borðinu og hnykkja höfði sínu til hliðar líkt og hann væri að „fá sér línu“ af borði þeirra í græna herberginu svokallaða, baksviðs í höllinni þar sem keppnin fór fram.

Þegar liðsfélagi David sá að bandið væri komið í beina útsendingu virðist hann hnippa í félaga sinn og glotta. Myndbandið af athæfinu má sjá hér að neðan.

Myndbandið fór sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum og var raunar komið í fulla dreifingu áður en bandið steig á svið til þess að slíta keppninni með sigurlagi sínu. Á blaðamannafundi sem fram fór eftir keppnina var hann spurður að því hvað hann hefði verið að gera þarna á borðinu. Svaraði David því með dramatískum hætti að hann neytti alls ekki fíkniefna. „Thomas [gítarleikarinn Thomas Raggi] braut glas. Ég neyti ekki fíkniefna. Gerðu það, ekki segja þetta. Ekki segja þetta. Ekki kókaín. Ekki segja þetta,“ var svar Davids við spurningu blaðamannsins. Myndbandið af litríkum viðbrögðum Davids má sjá hér að neðan.

Kröfuharður götudómstóll samfélagsmiðla virðist ekki vera að kaupa útskýringar Davids á athæfi sínu og loga samfélagsmiðlar enn, og hafa gert frá því í gær. Ein spurði hvort David væri svona hrikalega hæfileikaríkur að hann gæti tínt upp glerbrot með tánum en sagði svo: „En hver þrífur glerbrot með tánum eiginlega?“

Bandið svaraði því seinna til á Instagram að þeir strákarnir væru tilbúnir til þess að gangast undir fíkniefnapróf til þess að kveða sögusagnirnar niður fyrir fullt og allt. „Við erum tilbúnir til þess að gangast undir fíkniefnapróf, því við höfum ekkert að fela,“ skrifaði bandið á Instagram reikninginn sinn.

Yfirlýsing bandsins á Instagram mynd/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings