Óhætt er að fullyrða að fáir Íslendingar séu jafn spenntir fyrir Eurovision og Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Hann var aðdáandi keppninnar fyrir en eftir að hann tók við stjórnartaumum í Efstaleitinu er hann beinlínis orðinn aðalmaðurinn á bak við atriði Íslands.
Stefán var afar ánægður með keppnina í ár og var greinilega í miklu stuði.
Þessi keppni er algjörlega geggjuð. Verður lengi í minnum höfð fyrir frábær lög og svo margt annað. Jafnvel sigur Íslands í fyrsta skipti #12stig #Eurovision2021
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) May 22, 2021
Óhætt er þó að fullyrða að útvarpsstjóri hafi varla höndlað það þegar að erlendar stórstjörnur fóru að lýsa yfir aðdáun sinni á Daða og Gagnamagninu. Í þeim hópi voru meðal annars Skin, aðalsprautan í Skunk Anansie, Simon Le Bon, söngvari Duran Duran, og söngkonan Kim Wilde.
Stefán lýsti yfir ást sinni á stjörnunum eða bauð þau hjartanlega velkomin til landsins fyrir hönd þjóðarinnar.
Ákall Stefáns til Skin:
Please come back to Iceland Skin #12stig #Eurovision https://t.co/b3sqj44GSy
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) May 22, 2021
Ástarjátning Stefáns til Kim fyrir hönd þjóðarinnar:
We love you very much Kim #12stig #Eurovision2021 https://t.co/EqPYPkCTmC
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) May 22, 2021
Stefán var alltaf Duran Duran megin í lífinu:
We love you too Simon #12stig #Eurovision2021 Welcome back in Reykjavík any time! https://t.co/SAvnztmfKm
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) May 22, 2021