fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Samherja-skæruliðarnir litu á „RÚV-væðingu“ Blaðamannafélagsins sem ógn við sig

Heimir Hannesson
Laugardaginn 22. maí 2021 15:45

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur innan Samherja, sem kallaður hefur verið skæruliðadeildin, eða nefndin, reyndi að hafa áhrif á kjör nýs formanns Blaðamannafélags Íslands á aðalfundi félagsins sem fram fór í lok síðasta mánaðar. Voru þar í kjöri Heimir Már Pétursson, fréttamaður á Stöð 2, og Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RUV. Þetta kemur fram í gögnum sem Kjarninn hefur undir höndum og sagði frá í morgun.

Stundin og Kjarninn greindu frá því í gær að þau höfðu undir höndum mikið magn upplýsinga, og þá helst einkaskilaboð milli starfsfólks Samherja auk utanaðkomandi ráðgjafa. Hópnum tilheyra meðal annarra Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, Jón Óttar Ólafsson, fyrrum lögreglumaður og starfsmaður Samherja, Páll Steingrímsson skipstjóri og Þorbjörn Þórðarson, fyrrum fréttamaður og lögmaður.

Hópurinn hefur að mestu beint sjónum sínum að Helga Seljan, og hefur Samherji meðal annars birt myndbönd á YouTube og kostað birtingu þeirra þar sem fjallað er, með heldur neikvæðum hætti, um hans persónu. Samkvæmt frétt Kjarnans sem byggir á umræddum gögnum er ljóst að hópnum hafi ekki litist á að fá fréttamann RUV í brú Blaðamannafélags Íslands.

Hjálmar Jónsson hafði veitt félaginu formennsku í 11 ár þegar hann tilkynnti nú í vor að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Heimir Már varð fyrri til þess að tilkynna framboð sitt og bættist Sigríður Dögg inn á síðasta degi framboðsfrests.

Segir Kjarninn frá því að í kjölfar framboðs Sigríðar hafi um það verið rætt innan hóps Samherjamanna, að hallarbylting væri hugsanleg á komandi aðalfundi Blaðamannafélagsins. „Fréttamenn RÚV eru víst í unnvörpum að skrá sig í félagið fyrir komandi kosningar. Þeir ætla víst að ná stjórn á því[…]Hinir þurfa að þjappa sér saman á móti henni[…]Mér skilst að þetta beinist að hluta til að okkur. Þeir ætla að nota félagið,“ skrifaði Þorbjörn inn í hópinn að því er kemur fram í frétt Kjarnans.

Lagði hópurinn á ráðin um að taka þátt í smölun atkvæða, t.d. með símtali upp í Hádegismóa og Torg, en þar var vísað til Árvakurs og Torgs ehf., útgáfufélaga Morgunblaðsins, Mbl.is, Fréttablaðsins, DV.is og Hringbrautar. Má þá ráða úr því að höfundur hafi gert ráð fyrir því að Heimir ætti stuðning vísan meðal starfsmanna Sýnar, sem meðal annars rekur Stöð 2.

Þegar úrslitin lágu fyrir var talað um það innan hópsins að forystufólk einkareknu fjölmiðlanna hefði stutt Heimi, en að sá stuðningur hefði ekki skilað sér á kjörstað. Sigríður sigraði Heimi í kjörinu með um 55% atkvæða og var kosningaþátttakan yfir 50%, sem þykir mjög mikil í atkvæðagreiðslu innan stéttarfélags.

Enn liggur ekkert fyrir um hvernig gagnanna var aflað og hvernig Stundin og Kjarninn komust yfir þau. Um það hefur þó verið rætt að þeirra hafi verið aflað með ólögmætum hætti og segja þeir sem þekkja til að aðkoma lögreglu sé ekki útilokuð.

Haft var eftir Sigríði Dögg að hún liti á málið sem aðför að kjöri formanns og að aðgerðirnar hefðu ekki bara beinst gegn henni, heldur einnig Heimi, sem hún fullyrðir að hafi ekki haft neina hugmynd um ráðabrugg Samherja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“