fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Öll þjóðin horfir à Júró í kvöld, líka Sigmundur Davíð – „Ég held þetta ekki út lengur“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 22. maí 2021 19:07

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júróvisjón-æði er hlaupið í alla þjóðina og er engin undanskilinn, ekki einu sinni Sigmundur Davíð. Sigmundur hefur ekki farið leynt með andúð sína á Ríkisútvarpinu í gegnum tíðina. Síðast þegar hann skrifaði um sjónvarpsefni á RUV passaði meira að segja hann að taka fram að hann hefði verið „gestkomandi á heimili sem hefur aðgang að RUV.“ Júróvisjón áhugamenn landsins geta nú fagnað, því Sigmundur Davíð er genginn í þeirra raðir. Hann tilkynnir þetta á Facebook síðu sinni nú rétt í þessu.

„Ég held þetta ekki út lengur. Hér með aflétti ég þriðja Eurovision banninu,“ skrifaði Sigmundur. „Fyrst setti ég keppnina í bann 1990 eftir að fáránlega lélegt lag um Evrópubandalagið og Maastricht sáttmálann vann keppnina. Engin tók eftir banninu.“ Það þarf auðvitað ekki að hafa mörg orð um hvað Sigmundi þykir um Evrópusambandið.

„Það hafði engin áhrif og Draumur um Nínu fékk ekki sanngjarna niðurstöðu árið eftir,“ skrifar hann áfram. „Síðast hætti ég að fylgjast með Eurovision þegar Ísrael vann 2018 (ekki vegna þess að það var Ísrael heldur vegna þess að lagið var hræðilegt). Nú stenst ég ekki freistinguna. Áfram Ísland!“

Eins og allir eiga að vita hófust herlegheitin nú klukkan 19:00, og ef svo ólíklega fer að Sigmundi snúist hugur á síðustu stundu er vert að benda á að Stöð 2 sýnir hina tíu ára gömlu kvikmynd Johnny English Reborn kl 19:20. Hún er með 6.3 í einkunn á IMDB. Sjónvarp Símans sýnir þá ástralska þáttinn The Block. N4 sendir í loftið þáttinn „Þegar,“ um lögfræðinginn og fyrrverandi flugmálastjórann Pétur Einarsson. Þjóðlegi þátturinn Heima er bezt er svo á dagskrá Hringbrautar. Það er því úr nægu að velja fyrir þá sem ekki vilja horfa á Júróvisjón með okkur hinum, þó það verði sjálfsagt ekki margir.

Framlag Íslands, Daði Freyr og Gagnamagnið verður spilað af upptöku vegna Covid smits eins meðlims bandsins og verður upptakan sú sama og kom Íslandi áfram í undankeppninni á fimmtudag. Ísland er tólfta atriðið „á svið,“ en á undan okkur er Sviss, sem spáð er góðu gengi í keppninni.

„Áfram Ísland,“ segir Sigmundur Davíð. Undir það tekur helgarvakt DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni