fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Hvar eru sigurvegar Eurovision í dag? – Einn vinnur í matvörubúð en annar er stórstjarna

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 22. maí 2021 15:15

ATHENS - MAY 20: Monster rock band Lordi of Finland celebrate their victury at conclusion of the finals of the 2006 Eurovision Song Contest May 20, 2006 in Athens, Greece. (Photo by Sean Gallup/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvert skal haldið þegar maður hefur sigrað hjörtu Evrópu og aukið hróð heimalandsins? Það er góð spurning. Ætli það sé ekki ákveðinn toppur í lífinu sem erfitt er að fylgja eftir?

The Sun tók saman nokkra sigurvegara Eurovision og rakti hvar þau eru stödd í lífinu í dag. Eins og sést má á neðangreindu er það ekki alltaf ávísun á eilífa hamingju að vera sigurvegari Eurovision.

Sandie Shaw

Sandie var fyrst til að tryggja Bretlandi sigurinn árið 1967 með laginu Puppet On A String sem hún söng eftirminnilega berfædd.

Sandie er í dag 73 ára gömul og eftir sigurinn í Eurovision varð hún einn af vinsælari bresku söngkonunum á sjöunda áratug síðustu aldar. Síðan steig hún úr sviðsljósinu til að einbeita sér að fjölskyldu sinni og árið 2013 tilynnti hún að hún væri alfarið hætt í tónlist. Þess í stað fór hún að einbeita sér að mannréttindabaráttu. Hún gekk í Amnesty International árið 2012 og var áberandi í Brexit-mótmælunum árið 2016.

Sandie hefur aðhyllst búddisma síðustu 35 árin en hefur ekki alltaf átt auðvelt líf. Fyrrverandi eignmaður hennar, hönnuðurinn Jeff Banks,  náði að eyða öllum peningunum sem hún græddi af þátttöku sinni í Eurovision og varð fjárhagsstaðan hennar svo slæm að hún þurfti á tíma að búa í hjólhýsi.

Lulu

Skoska söngkonan og sjónvarpsstjarnan Lulu varð heimsfræg eftir að hún söng titillag kvikmyndarinnar To Sir, With Love árið 1967.

Hún sigraði Eurovision árið 1969 með lagið Boom Bang-a-Bang, en deildi sigrinum með Spánn, Frakklandi og Hollandi.

Hún söng titillag James Bond kvikmyndarinnar The Man with the Golden Gun árið 1974 og átti langan og farsælan feril bæði í tónlist og sjónvarpi.

Hún tók þátt í dansþáttunum Strictly Come Dancing árið 2011 og lék aðalhlutverkið í söngleik á West End í London árið 2014.

Hún er hvergi nærri hætt þrátt fyrir að vera í dag 72 ára gömul.

ABBA

Waterloo er líklega eitt frægasta sigurlag Eurovision fyrr og síðar en það sópaði til sín atkvæðunum árið 1974. ABBA átti svo eftir að verða ein frægasta hljómsveit heims og selja yfir 380 milljónir platna.

Hljómsveitarmeðlimir hafa þó gengið í gegnum súrt og sætt í gegnum tíðina. Agnetha Faltskog hætti í hljómsveitinni og reyndi fyrir sér á eigin fótum þar til hún lenti í harmleik og steig alfarið út úr sviðsljósinu.  Hún varð einfari og hefur að mestu haldið sig út af fyrir sig.

Anni-Frid Lyngstad býr nú í Sviss með breskum maka sínu, Henry Smith sem er af aðalsættum. Áður var hún gift prinsinum og arkitektinum Heinrich Ruzzo Reuss von Plauen en hann lét lífið árið 1999.  Hún hitti Benny og Björn aftur nýlega á sérstakri hátíðarsýningu söngleiksins Mamma Mia! í London.

Benny og Björn héldu áfram að vinna saman eftir að ABBA sagði það gott. Þeir skrifuðu söngleikinn Mamma Mia! sem er með frægari söngleikjum síðustu áratuga.

Izhar Cohen & the Alphabeta

Izhar Cohen var fyrstur til að landa sigrinum fyrir Ísrael árið 1978 þegar hann söng hebreska lagið A-Ba-Ni-Bi.

Hann reyndi að heilla Evrópu aftur árið 1985 en lenti þá í fimmta sæti. Það þótti honum ekki nógu gott svo hann reyndi aftur 1996 en komst þá ekki í gegnum forkeppnina í heimalandi sínu. Þá varð honum nóg boðið og hætti í tónlist.

Í dag á hann sína eigin skartgripaverslun og selur þar sína eigin hönnun.

Buck Fizz

Hljómsveitin Bucks Fizz sigraði Eurovision árið 1981 og gerði gott betur og endaði með að selja um 15 milljónir planta. Hópurinn samanstóð af söngvaranum Bobby G, Cheryl Baker, Mike Nolan og Jay Aston.

Meðal frægustu laga þeirra voru The Land of Make Believe og My Camera Never Lies.

Árið 1984 lenti hópurinn í slysi. Cheryl hryggbrotnaði og Mike var í dái í þrjá daga og hefur ekki í dag náð sér fullkomlega eftir slysið.

Ári síðar leystist hópurinn upp með dramatískum hætti. Jay tilkynnti að hún væri hætt eftir að hún átti í ástarsambandi við Andy Hill, eiginmann konunnar sem stofnaði hópinn.

Jay, Mike og Cheryl tóku aftur höndum saman árið 2009 og kölluðu sig þá The Fizz og fóru á tónleikaferðalag um Bretland við góðar undirtektir.

Nýlega tilkynnti Cheryl að hljómsveitarmeðlimir ætluðu að koma saman á ný á COVID-vænum tónleikum í garði hennar.

Celine Dion

Kanadíska söngkonan Celine Dion keppti og vann fyrir Sviss árið 1988. Hún hafði þegar átt blómlegan feril þegar hún steig á svið í keppninni. Síðan hún var unglingur hafði hún gefið út fjölda laga á frönsku og eftir Eurovision ákvað hún að læra ensku til að geta sótt á nýjan markað.

Eins og flestir vita náði Celine að sigra heimin með rödd sinni og telst hún ein frægasta söngdíva heimsins.

Niamh Kavanagh

Niamh sigraði árið 1993 með lagið In Your Eyes og fékk í kjölfarið plötusamning hjá engum öðrum en hinum fræga skaphundi Simon Cowell.

Hún gaf út tónlist í Bandaríkjunum þá einkum í Nashville, og þó hún sé ekki mjög þekkt nafn í dag hefur hún þó alltaf haldið áfram að starfa við tónlistina, en þó ekki þannig að hún geti lifað af tónlistinni einni saman.

Þegar faraldurinn skall á steig hún úr sviðsljósinu eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hún væri að vinna í stórmarkaðinum Tesco.

Þegar hún er ekki að sinna tónlistarástinni eða Tesco-vinnunni eyðir hún tímanum með eiginmanni sínum sem þarf sólarhrings ummönnum eftir heilblóðfall sem hann fékk árið 2018.

Lordi

Finnsku rokkararnir í Lordi komu Evrópu á óvart með því að sigra keppnina klæddir í ógurlega skrímslabúninga árið 2006. Þeir eru einu þungarokkararnir sem hafa unnið keppnina. Þeir klæðast búningum til að hylja andlit sí.

Þeir hafa ferðast um heiminn í tónleikarferðalögum, gefið út 10 breiðskífur og eru ennað. Þeir hafa verið að semja í faraldrinum og stefna fljótlega á tónleikaferð um Evrópu.

Þeir munu koma fram á Wacken tónlistarhátíðinni í Þýskalandi í sumar og verða meðal fimm sigurvegara keppninnar sem munu koma fram á úrslitakvöldi Eurovision í kvöld.

Alexander Rybak

Eurovision-krúttið Alexander Rybak, norski sjarmurinn með fiðluna sem tryllti Evrópubúa árið 2009 með laginu Fairytale er að sjálfsögðu enn á fullu í tónlistinni.

Hann var aðeins 23 þegar hann sigraði keppnina og er yngsti karlkyns keppandi til að vinna. Hann keppti svo aftur árið 2018, vann þá reyndar ekki en stóð sig engu að síður vel.

Hjarta hans slær enn fyrir keppnina og hefur verið duglegur að heimsækja nágrannaþjóðir til að kynna keppnina, og tekur þátt í að velja framlög norðmanna.

Loreen

Loreen sigraði árið 2012 með lagið Euphoria sem má enn reglulega heyra á betri diskótekum bæjarins, enda frábært tímalaust lag.

Hún er ein af stærstu poppstjörnum Svíþjóðar í dag ákafur mannréttinda aktívisti.

Hún varð fyrr á þessu ári skipaður sendiherra Unicef.

Conchita Wurst

Hin skeggjaða Conchita Wurst sigraði árið 2014 með lagið Rise Like A Pheonix. Conchita er listamannanafn Thomas Neuwirth sem hefur notið góðs gengis í tónlistinni síðan hann sigraði Evrópu.

Salvador Sobral

Salvador Sobral, hjartveiki sjarmurinn frá Pórtúgal vann árið 2017 með lagið Amar Pelos Dois. Hann sló met fyrir stigafjölda en hefur því miður glímt við heilsubrest og er sem stendur að taka sér hlé frá tónlist til að huga að hjartanu.

Hann undirgekkst hjartaígræðslu árið sem hann vann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni