fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Brjálaður bústaður í Borgarfirði falur fyrir 64 milljónir – „Er þetta alvöru ísbjörn á gólfinu?“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 22. maí 2021 17:30

mynd/samsett Fasteignaland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Skorradalsvatn í landi Hvamms stendur hús á 3400 fermetra eignarlóð. Húsið er nú til sölu og óhætt er að segja að auglýsing fasteignasölunnar Fasteignaland hafi vakið mikla athygli. Eignin var skráð í þessari viku en þegar hafa yfir átta þúsund flett auglýsingunni upp á söluvef Vísis.

Ekki er bara um að ræða 120 fermetra sumarhús, á einum eftirsóttasta sumarhúsastað landsins, heldur er hönnun hússins athyglisverð. Húsið er reist 2010, að því er segir í auglýsingunni, og er reist á steyptri plötu og klætt að utan með ítölskum náttúrusteini. Þar innan eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, forstofa, baðherbergi, eldhús/stofa/borðstofa í einu rými með arinstæði og gólfsíða glugga sem opnast út yfir vatnið og ægifögur fjöllin við Borgarfjörð. Gólfhiti er í öllu húsinu og sjálfvirk stýring á ljósum úti. Búið er að steypa grunn fyrir gufubað úti.

Baðherberginu fylgir þá „walk-in“ sturta og eru fataskápar inni í öllum svefnherbergjum.

En það er kannski ekki lýsingin og stærð fataskápa, þó það sé allt saman í toppstandi, sem vakið hefur athygli netverja. Á gólfinu má þá sjá glitta í ísbjörn, hvorki meira né minna. Ekki kemur fram hvort feldurinn sé „ekta“ eður ei, en af safni uppstoppaðra dýra á veggnum má gera ráð fyrir að eigandinn sé áhugamaður um skotveiði. Myndirnar hafa hið minnsta skapað miklar umræður meðal áhugasamra og ekki nema von að einn varpi spurningunni fram: „Er þetta alvöru ísbjörn á gólfinu?“

Myndirnar segja þó meira en þúsund orð, en þær eru hér fengnar að láni frá fasteignasölunni Fasteignaland. Nánari upplýsingar má sjá á fasteignaauglýsingunni, hér.

mynd/Fasteignaland
mynd/Fasteignaland
mynd/Fasteignaland
mynd/Fasteignaland
mynd/Fasteignaland
mynd/Fasteignaland
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum