fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Enn snýr Landsréttur við nauðgunardómi – „plís hringdu fyrirgefðu ef eg gerði eh“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. maí 2021 19:30

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. febrúar árið 2020 var ungur maður sakfelldur fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hafði hann farið heim með vinkonu sinni og háttað með henni í rúm. Hann var síðar ákærður fyrir að hafa haft samfarir við konuna án þess að hún gæti spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og áhrifa af kannabisneyslu.

Héraðsdómur dæmdi manninn sekan á þeim forsendum meðal annars að framburður konunnar um að hún hefði vaknað við að maðurinn var að hafa samfarir við hana væri trúverðugur. Þá var stuðst við framburð systur konunnar sem svaf í öðru herbergi en hún lét hana henda manninum út eftir atvikið. Einnig var stuðst við mat sálfræðings á konunni sem taldi hana glíma við áfallastreitusröskun. Ennfremur studdist héraðdómur við sms-sendingar á milli fólksins en þar skrifaði maðurinn meðal annars:

„plís hringdu fyrirgefðu ef eg gerði eh og líka með skilaboðin þú átt ekki skilið að eg er leiðinlegur við þig þu ert alltaf góð við mig og aðra. Mér finnst leiðinlegt að það er fólk sem er leiðinlegt við þig þótt þu gerir ekkert af þér þu ert mjög chilluð og skemmtileg manneskja. Plísss getur svarað mér því þótt eg sýni það ekki oft þykkir mer vænt um þig þu vast fyrsta stelpa sem eg var með i sambandi. Plisss call me“
Landsréttur tók aðra afstöðu. Hann taldi framburð þolanda ekki hafa verið með öllu trúverðugan heldur nokkuð reikulan og hann gæti ekki legið til grundvallar dómsniðurstöðu. Þá taldi hún sms-skeytin ekki afhjúpa sekt mannsins en hann skrifaði henni eftir að hún hafði sakað hann um nauðgun. Þá taldi Landsréttur að ekki hafi verið nægilegt magn af kannabis í blóði konunnar til að hefði átt að valda því að hún gæti ekki spornað við samförunum.
Þá gerði Landsréttur athugasemdir við sálfræðimat á konunni sem héraðsdómur hafði stuðst við er hann kvað upp þann dóm. Bendi Landsréttur á að konan hefði sagt við sálfræðinginn að hún hefði orðið fyrir tveimur öðrum kynferðisbrotum og erfitt væri að meta hvort ástand hennar stafaði af þeim eða atvikinu sem um ræðir.
Það var niðurstaða Landsréttar að sýkna manninn af ákæru um nauðgun, eins og áður hefur komið fram. Hins vegar skilaði einn dómara við Landsrétt, Eiríkur Jónsson, sératkvæði og vildi sakfella manninn. Benti Eiríkur á í greinargerð sinni að framburður konunnar um að hún hefði sofnað og vaknað við að maðurinn var að hafa við sig samfarir hefði verið stöðugur og trúverðugur. „Framburður hennar fær stoð í ýmsum óbeinum sönnunargögnum, sem bera jafnframt skýrlega með sér að brotaþoli hafi orðið fyrir verulegu áfalli í umrætt sinn. Þannig ber systir brotaþola að brotaþoli hafi komið inn til hennar grátandi og skjálfandi, sagt að ákærði hefði nauðgað sér og hún vildi að hann færi. Eru ákærði og brotaþoli sammála um að í kjölfar þess að brotaþoli fór inn í herbergi systur hennar hafi systirin rekið ákærða út úr íbúðinni. Þá liggur fyrir samkvæmt símagögnum og framburði frænda brotaþola að brotaþoli leitaði til hans strax um nóttina og óskaði aðstoðar við að komast á spítala þar sem henni hefði verið nauðgað. Brotaþoli leitaði síðan sama dag á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota,“ segir Eiríkur ennfremur í greinargerð sinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október