fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Auðunn sakfelldur fyrir að stela bát – Kveikti í Tryggvagötu 10 fyrir áratug

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. maí 2021 20:30

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir manni á sjötugsaldri, Auðuni Þorgrími Þorgrímssyni, fyrir þjófnað á báti.

Auðunn á nokkuð skrautlegan brotaferil að baki. Í fyrra sakfelldi héraðsdómur hann fyrir að hafa árið 2017 hellt málningu yfir bíl sem lagt var í bílakjallara. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa ári síðar, þ.e. 2018, stolið bát af gerðinni Setland sem stóð á kerru við Fornubúðir í Hafnarfirði. Bátinn flutti hann frá Fornubúðum og kom honum fyrir á milli gáma á byggingarsvæði við Krókháls 11, þar sem hann málaði síður bátsins grænar en báturinn hafði haft bláar síður.

Auðunn áfrýjaði til Landsréttar þeim hluta ákærunnar sem laut að þjófnaði á bátnum. Sagðist hann hafa keypt bátinn og lagði til grundvallar þeirri staðhæfingu 200 þúsund króna úttekt af bankareikningi sínum. Honum tókst hins vegar ekki að færa sönnur á að eiganda bátsins hefði verið afhent þetta kaupverð.

Staðfesti Landsréttur sakfellingu Auðuns í þjófnaðarmálinu og skal dómur héraðsdóms vera óraskaður. Fékk hann 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf jafnframt að greiða allan áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti.

Stórhættuleg íkveikja

Árið 2009 framdi Auðunn miklu alvarlegri glæp. Þá bar hann eld að húsinu Tryggvagötu 10 í Reykjavík. Hellti hann bensíni í sameign hússins og kveikti í. Varð húsið alelda svo stórhætta hlaust af. Íbúi í húsinu komst út við illan leik en sem betur fer varð ekkert manntjón.

Fyrir þetta hlaut Auðunn tveggja ára fangelsi í dómi sem kveðinn var upp árið 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít