fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Sjáðu grasblettinn sem á að bjarga lýðheilsu borgarbúa – „Þetta er nú meiri dellan“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 14:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krafa Reykjavíkurborgar um að hluti garðs skuli fara undir berjarunna eða gróðurþekju á einkalóðum hefur verið mikið til umræðu undanfarna daga. Vakti Guðmundur Heiðar Helgason, markaðsstjóri Strætó og íbúi í Vogabyggð, meðal annarra athygli á einkennilegu framferði Reykjavíkurborgar þegar hún krafðist þess að Guðmundur setti berjarunna á örlítinn blett sem fylgdi íbúð hans í nýju hverfi. „Samkvæmt skilmálum frá Reykjavíkurborg mátti pallurinn ekki ná yfir allan reitinn okkar,“ lét Guðmundur hafa eftir sér í fjölmiðlum um málið. Guðmundur fór með mál sitt í gegnum kerfið í borginni, en hafði ekki erindi sem erfiði í slag sínum við borgaryfirvöld: Berjarunninn skal standa!

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti svo í morgun athygli á enn einum garðinum í Vogabyggð.

„Hér má líta garðskika í Vogabyggð, hvar hið opinbera lagði íbúum þær skyldur á herðar að leggja þennan agnarsmáa grasblett. Vítamínsprauta fyrir framtíðina, ekki satt? Mikilvægur reitur til leiks og hreyfingar barna, ekki satt?“ skrifar Hildur í hæðnistón.

Vísar Hildur þá til álits borgarinnar um málið, en þar segir: „Græn svæði eru eins og vítamínsprauta fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á framtíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um réttinn til leiks og hreyfingar fyrir börn.“

Myndin sem Hildur lætur fylgja með sem hún segist hafa fengið senda frá íbúa í Vogabyggð er svo dæmi um „vítamínsprautu fyrir framtíðina“ og „mikilvægt leiksvæði fyrir börn.“

Ljóst er að fylgjendur Hildar á Facebook hafa skynjað hæðnina. Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu og fyrrum formaður VR, svarar Hildi: „Svo fer pallurinn undir sláttuvélina sem sinna skal frímerkinu. Þetta er nú meiri dellan.“ „Bara eitt stórt djók,“ skrifar annar. Enn önnur bendir á hættuna við að leggja gras alveg upp að útvegg, „Svona frágangur kallar á raka í veggjum og hugsanlega myglu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“