fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Saka Play um lögbrot og ætla ekki að sitja þegjandi hjá- Draga ekkert til baka

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 20. maí 2021 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir flugfélagið Play brjóta lög með því að ákveða sjálft í hvaða stéttarfélagi starfsfólk þeirra er.  ASÍ stendur fast við þær yfirlýsingar sem hafa verið gerðar um að launakjörin sem Play býður starfsmönnum upp á séu ekki mönnum bjóðandi.

Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, sagði fyrr í dag framgöngu ASÍ gagnvart félaginu með ólíkindum, en ASÍ hvatti landsmenn og fjárfesta til að sniðganga félagið þar til það hefði bætt þau launakjör sem starfsmönnum er boðið upp á. Play krafðist þess að ASÍ drægi fullyrðingar sínar til baka en ljóst er að við því verður ekki. Þess heldur hefur ASÍ ritað aðra yfirlýsingu þar sem launakjör flugfreyja- og þjóna hjá Icelandair eru borin saman við kjörin sem bjóðast hjá Play.

ASÍ bendir ennfremur á að hvergi sé í samningi Play við stéttarfélagið ÍFF að finna ákvæði um framlög til starfsendurhæfingar, orlofssjóð, starfsmenntasjóð eða sjúkrasjóð en þeir þættir séu lykilþættir í kjörum launþega. Lífeyrisgreiðslur eigi að greiða af grunnlaunum og aðeins séu tryggðar greiðslur uppá 12 prósent í lífeyrissjóð sem sé afturför frá almennum kjarasamningum.

Eins geri samningurinn ekki ráð fyrir fjarvistum vegna veikinda barna.

„Ekki er kveðið á um sérstakar greiðslur fyrir varavaktir eða námskeiðssetu. Að auki eru greiddir dagpeningar lægri hjá Play en Icelandair en þeir teljast ekki til heildarlauna og eiga að mæta útlögðum kostnaði.“

ASÍ segir að félagið ÍFF beri öll þess merki að vera gult stéttarfélag en slík félög gangi gjarnan erinda atvinnurekenda og standi geng hagsmunum og lágmarkskjörum launafólks. Eins sé á huldu hvernig samningurinn varð til, hver skrifi undir hann og hvernig hann var samþykktur.

„Félagið ÍFF ber öll merki þess að vera svokallað „gult stéttarfélag“. Slík félög standa alla jafna utan heildarsamtaka launafólks og ganga jafnvel erinda atvinnurekenda og gegn hagsmunum og lágmarskjörum launafólks. Óljóst er hvernig samningurinn er tilkominn, hver undirritar og hvernig hann var samþykktur.

Forsvarsmenn Play virðast svo telja það sitt hlutverk að ákveða í hvaða stéttarfélagi starfsfólk þeirra er en það brýtur í bága við lög. Stofnun „gulra félaga“ hefur víða um heim reynst liður í að brjóta skipulagða verkalýðshreyfingu á bak aftur. Heildarsamtök launafólks munu ekki sitja þegjandi hjá þegar slík aðför er gerð að réttindum almennings á Íslandi. Play ætti að sjá sóma sinn í að „drífa sig út“ og gera raunverulegan kjarasamning við stéttarfélag launafólks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar