Fjölmiðlakonan María Lilja Þrastardóttir skýtur föstum skotum á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, á Twitter í kvöld.
María bíður ráðherrunum þremur í Eurovison-partý, og ætlar meira að segja að hafa veitingar á boðstólum. Þannig er nefnilega mál með vexti að hjá Maríu dvelur Palestínumaður sem var vísað á götuna af Útlendingastofnun í vikunni. Að sögn Maríu er sá kokkur sem ætlar sér að elda falafel með Eurovison í kvöld.
Hún segir að draumur mannsins sé að opna veitingastað þar sem hann væri frjáls frá óeirðunum í Palestínu.
„Draumurinn er að opna stað hér í friði undan sprengiregni Ísraela.“
Þá bætir María við. Hún vill sjá ráðherrana þrjá útskýra fyrir Palestínumanninum afhverju hann megi ekki dvelja á Íslandi.
„Mig langar að sjá ykkur segja honum í persónu afhverju hann má ekki vera hér.“
Mig langar að sjá ykkur segja honum í persónu afhverju hann má ekki vera hér.
— ☭ María Lilja Þrastardóttir Kemp 1312 ☭ (@1312Mayhem) May 20, 2021