fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Lögmaður segir fósturbörn vera útilokuð úr lífi foreldra sinna – „Getur vart talist annað en mannréttindabrot“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 16:30

Sara Pálsdóttir. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Pálsdóttir lögmaður fer hörðum orðum um stefnu og vinnubrögð barnaverndaryfirvalda í málum fósturbarna. Segir hún að slitið sé á nær öll samskipti við stórfjölskylduna hjá börnum sem þurfa að fara í fóstur vegna vímuvandamála foreldra.

Þetta kemur fram í grein Söru á Vísir.is.

„Mannréttindi fósturbarna á Íslandi eru fótum troðin af hálfu stjórnvalda. Þegar kemur að barnaverndarkerfinu, eru fósturbörn í reynd réttlaus og eiga sér ekki málsvara. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna, sem hefur að geyma reglur um grundvallarmannréttindi barna, og hefur lagagildi á Íslandi, virðist hafa afar takmarkaða þýðingu innan barnaverndarkerfisins,“ segir Sara og lýsir því hvernig fósturbörn eru útilokuð frá lífi fjölskyldu sinnar:

„Börn sem hafa verið svipt blóðforeldrum sínum eða blóðforeldri, iðulega vegna áfengis- og vímuefnavanda foreldrisins, eru útilokuð með öllu út úr lífi foreldra sinna og fjölskyldu, afa og ömmu, frænku og frænda, jafnvel systkina. Börnum þessum er komið fyrir hjá nýrri fjölskyldu, fósturforeldrum og fá ekki að hitta blóðfjölskyldu sína lengur. Maður getur vart ímyndað sér sársaukann sem afar og ömmur finna fyrir, þegar þau eru útilokuð út úr lífi barnabarnanna sinna vegna tímabundinna veikinda barns þeirra (blóðforeldrisins). Hvað þá börnin sjálf sem hafa engan til að gæta sinna hagsmuna eða réttinda.

Barnaverndarkerfið á Íslandi er nefnilega þannig, að það er talið barni fyrir bestu, sem misst hefur foreldri sitt frá sér vegna veikinda foreldrisins, eða af öðrum ástæðum, að útiloka með öllu ekki bara foreldrið, heldur líka alla stórfjölskyldu barnsins, út úr lífi barnsins.“

Sara segir að þetta sé gert til að raska ekki ró og stöðugleika barnsins í fóstrinu. Venjan sé sú að þessi börn geti aðeins hitt foreldra sína tvisvar á ári og afa og ömmu aðeins einu sinni á ári. Segir Sara að stefna barnaverndarkerfisins hér í málefnum fósturbarna stríði gegn ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að virða rétt barns til að viðhalda fjölskyldutengslum:

„Að leyfa barni að hitta foreldri sitt einungis tvisvar á ári og við þær aðstæður sem barnavernd býður upp á getur vart talist annað en mannréttindabrot gegn fósturbörnum og fjölskyldum þeirra. Yfirlýst og opinbert markmið stjórnvalda með slíkri umgengni brýtur í bága við reglur Barnasáttmálans, Mannréttindasáttmálans og Stjórnarskrár og yfirlýst markmið þeirra reglna, sem eru einmitt það að viðhalda fjölskyldutengslum og tryggja beina og reglulega umgengni barns við foreldri sitt eða foreldra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“