fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Var rekinn frá Kölku Sorpeyðingarstöð fyrir dónaskap við viðskiptavini og fyrir að hengja upp klámmyndir á vinnusvæðinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 17:00

Mynd: Kalka.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextíu og níu ára gamall maður höfðaði mál á hendur Kölku Sorpeyðingarstöð í Grindavík vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar. Kveðinn var upp dómur í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Maðurinn starfaði hjá sorpeyðingarstöðinni frá árinu 2005 við að taka á móti viðskiptavinum og innheimta sorphirðugjald. Honum var sagt upp störfum í febrúar árið 2020. Var hann með hegðun sinni sagður hafa brotið ráðningarsamninginn. Var hann sakaður um brot á reglum um meðferð efnis á svæðinu, fyrir að hafa sýnt viðskiptavinum offors og hótað þeim hækkun á sorphirðugjaldi. Einnig var hann sakaður um að sanka að sér efni sem komið var með til sorpeyðingar. Síðast en ekki síst var hann sakaður um að hafa límt á vegg grófa klámmynd og þegar hann var beðinn um að taka hana niður hafi hann sett upp aðra grófari klámmynd í staðinn.

Maðurinn taldi uppsögnina ólögmæta, stefndi fyrirtækinu og krafðist tæplega sex milljóna króna í skaðabætur.

Héraðsdómur Reykjaness taldi að samkvæmt ráðningarsamningi væri fyrirtækinu ekki heimilt að segja upp manninum í kjölfar brota á starfsskyldum. Enn fremur hafi hann ekki notið andmælaréttar. En hann varð ekki við áskorðun dómsins um að leggja fram gögn um tekjur sínar, t.d. í uppsagnarfresti og atvinnuleysisbætur, fyrir hluta af því tímabili sem er undir í skaðabótakröfu hans.

Var það niðurstaða dómsins að Kalka Sorpeyðingarstöð ætti að greiða þessum brottrekna starfsmanni sínum 2,5 milljónir króna. Ennfremur þarf Kalka að greiða manninum eina milljón króna í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar