fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Stefán gagnrýnir Þórólf harðlega – „Nú launar hann ofeldið, ólíkt kálfinum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 19:00

Stefán Einar Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, telur fráleitt að íslenski Eurovision-hópurinn hafi verið tekinn fram fyrir í bólusetningaröðinni. Hópurinn fékk bólusetningu fyrir ferðalagið til Rotterdam en það kom þó ekki í veg fyrir tvö smit og þá staðreynd að hópurinn mun ekki geta farið á svið í keppninni heldur verður spiluð upptaka af íslenska atriðinu.

Undanþágur á borð við þá sem Daði og Gagnamagnið fengu hjá sóttvarnalækni hafa íþróttamenn ekki fengið. Hefur þetta vakið nokkra gagnrýni. Stefán segir ákvörðunina vera dæmi um óbeilbrigt samband RÚV við opinberar stofnanir. Hann skrifar í Facebook-færslu:

„Það er að sjálfsögðu algjört hneyskli að sóttvarnalæknir hafi tekið Eurovision-hópinn fram fyrir röðina í bólusetningum. Engin rök þar að lútandi standast skoðun og þarf ekki að nefna að afreksíþróttafólk sem hefur keppt fyrir hönd Íslands hefur ekki fengið slíka sérmeðferð. Mikilvægustu útflutningsfyrirtæki landsins, sem skapa okkur gjaldeyri til að halda uppi heilbrigðisþjónustunni í landinu hafa fengið þvert nei þegar kallað hefur verið eftir bólusetningu sérfræðinga sem þurfa t.d. að fara erlendis til að setja upp flókinn tæknibúnað sem búið er að selja fyrir milljarða á milljarða ofan.

Þessi sérmeðferð hópsins sem er á vegum RÚV undirstrikar hversu óheilbrigt samband ríkisfjölmiðillinn myndar við margar mikilvægar stofnanir í landinu. Í eitt og hálft ár hafa spjall- og fréttaþættir klappað sóttvarnalækni upp og hampað öllu sem frá honum hefur komið, bæði tengdu sóttvörnum en einnig tónlist og hvaðeina. Nú launar hann ofeldið, ólíkt kálfinum.“

Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir í samtali við mbl.is í dag að ákvörðunin um undanþágu til Eurovision-faranna hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir íþróttafólk sem þarf að ferðast utan en hefur enn ekki hlotið forgang í bólusetningu þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um slíkt. Segir Líney Rut Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, að forgangur Eurovision-fólksins hafi vakið gremju meðal afreksíþróttamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar