Gísli Marteinn Baldursson er okkar Eurovision-maður-á-plani og hefur verið um árabil. Margir gætu ekki hugsað sér að horfa á keppnina án þess að fá að hlusta á misgóðar skrítlur og skemmtilegar staðreyndir sem Gísli deilir með okkur milli laga. Aðrir gætu hugsað sér fátt verra.
Gísli hefur verið ófeiminn í gegnum tíðina að láta frá sér ummæli sem hafa stuðað menn. Gærkvöldið var engin undantekning.
Þegar hann kynnti framlag Rússlands, Russian woman, sagði Gísli:
„Við förum yfir til Rússlands. Tímarnir eru að breytast og í ár er alveg ótrúlegt úrval af hörkulögum sem sungin eru konum með sterk femínísk skilaboð sem hrista upp í keppninni. Framlag Rússa er eitt þessara laga. Söngkonan Manizha er frábær týpa. Upprunalega frá Tajikistan en flutti til Moskvu, lítur á sig sem aktívísta og flytur hér hvorki meira né minna en femínskan baráttusöng um rússnesku konuna. Rússneskir ráðamenn lýstu því yfir að lagið væri árás á karlmenn. Leiðinlegt að heyra að rússnesku karlarnir í Kremlin sitji undir svona árásum. Skilst að Simmi Vill hafi upp myndband af sér af sér að gráta yfir þessum blaðamannafundi karlmanna. En vonandi jafna þeir félagar sig.“
Segja má að Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, hafi ekki verið ánægður með þetta skot. En með því vísaði Gísli til þess að Simmi birti myndband af sér á Instagram fyrir nokkru þar sem hann lýsti yfir samúð með fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni eftir að hann birti viðtal við sjálfan sig í hlaðvarpsþætti sínum þar sem hann vísað ásökunum um ofbeldi á bug.
Nokkru síðar kom á daginn að tvær konur hafi kært Sölva til lögreglu og í kjölfarið sagði lögmaður Sölva sig frá máli hans og Sölvi fjarlægði hlaðvarpsþætti sína af netinu. Sigmar brast í grát í myndbandi sínu á meðan hann horfði á hlaðvarpsþáttinn. „Ég ætla að henda inn þessari upptöku núna sem ákveðinni stuðningsyfirlýsingu um það að tilfinningar eru mikilvægar og grátur er ein birtingarmynd þeirra.“
Simmi tjáði óánægju sína með Gísla bæði á Instagram sem og á Twitter í gær:
Magnað. @gislimarteinn er á launum Ríkisins og líklega á dagpeningum líka, inná hótelherbergi í Hollandi. Hefði mátt spara pening með hafa hann á Íslensku hóteli og styrkt ferðaþjónustuna í leiðinni. Hann er samt svo mikið krútt. #12stig
— Simmi Vil (@simmivil) May 18, 2021
Aðrir voru ljómandi sáttir með grínið
Savage skot á Simma Vill 😂 #12stig
— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) May 18, 2021
Besti brandari Gísla Marteins í kvöld var án efa um Simma Vill að gráta yfir móðguðum rússneskum karlmönnum. #12stig #eurovison
— Karen Kjartansdottir ☂️ (@karenkjartansd) May 18, 2021
Gísli Marteinn 1 – 0 Simmi Vill #12stig
— Hervald Rúnar (@hervald1) May 18, 2021
Já èg skil. Þá verður hann líklega í meira stuði og skemmtilegri. Erfitt að performera svona einn inná herbergi. 🙏🏻
— Simmi Vil (@simmivil) May 19, 2021
Pælið í að finnast svona erfitt að Gísli Marteinn hafi skotið á mann í útsendingu. 😂 https://t.co/X2VoO9jTdb
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) May 19, 2021