fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Íslensk börn gera kynferðislegan stigaleik fyrir sumarið – Fá stig fyrir samfarir, munnmök og sogbletti

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 12:00

Samsett mynd. Til vinstri má sjá skjáskot af stigaleiknum sem um ræðir en til hægri má sjá Megan Thee Stallion

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stigaleikur íslenskra barna fyrir sumarið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum vegna þess hversu kynferðislegur hann. Svo virðist vera sem börnin sem skipulögðu leikinn séu fædd árið 2005 en hann er byggður á erlendri fyrirmynd.

Leikurinn sem íslenska útgáfan byggist á nefnist Hot Girl Summer og er þar vísað í ákveðna lífsýn sem ber sama nafn, Hot Girl Summer. Forsprakkinn, rapparinn Megan Thee Stallion, útskýrði hvað um væri að ræða þegar talað er um Hot Girl Summer. „Þetta snýst í rauninni um konur – og karla – sem eru bara þau sjálf án allra afsakana, njóta lífsins til hins ýtrasta, lyfta vinunum sínum upp með sér, fylgja sjálfum sér og er drullusama um hvað öðrum finnst um það.“

Í umræddum stigaleik fá grunnskólanemarnir stig fyrir ýmsa hluti, flestir þeirra eru á einn eða annan hátt kynferðislegir en þó ekki allir. Til dæmis er hægt að fá stig fyrir að komast inn í menntaskóla en mun fleiri stig er að fá fyrir að stunda samfarir eða munnmök. Flestu stigin er hægt að fá fyrir að stunda kynlíf í fyrsta skipti og gista með einhverjum sem verið er að hitta reglulega.

Hér fyrir neðan má sjá nákvæman lista yfir það sem hægt er að gera til að fá stig og hversu mörg stig fást fyrir athæfið:

+2 Vinabeiðni frá strák/stelpu á Snapchat

+2 Senda einhverjum vinabeiðni á Snapchat

+2 Komast í menntaskóla sem maður setti í annað val

+5 Komast í menntaskóla sem maður setti í fyrsta val

+5 Kyssa einhvern á munninn

+5 Senda „flex“ mynd

+5 Plana hitting með strák/stelpu

+5 Fara á rúntinn með fólki sem maður þekkir lítið

+5 Fara í partý

+5 Kynnast nýjum vinum

+5 „Friendzonea“

+5 Fá sér heimagert húðflúr

+5 Fá fyrirspurn á netinu um Snapchat eða Instagram aðgang

+10 Fá fyrirspurn um Snapchat eða Instagram aðgang

+10 Hitta eldri (í sviga er sett 04 eða eldri sem þýðir þá að einstaklingarnir sem taka þátt eru að öllum líkindum fædd árið 2005).

+10 Veita einhverjum munnmök

+10 Einhver veitir þér munnmök

+15 Fá eða gefa sogblett

+15 Redda strák eða stelpu fyrir vinkonu

+15 Nektarsund með vinum

+20 Stunda samfarir í fyrsta skiptið sem þið hittist

+20 Stunda samfarir

+20 Hitta tvi á einu kvöldi

+20 Stunda kynlíf með einhverjum sem hefur ekki gert það áður

+25 Stunda samfarir í bíl

+30 Stunda samfarir í fyrsta skipti sem þú hittir hann

+30 Nektarsund með strák eða stelpu

+40 Stunda kynlíf í fyrsta skipti

+40 Gista með strák eða stelpu sem þú ert að hitta

Þá er einnig hægt að fá mínusstig í leiknum. Til dæmis eru veitt 5 mínusstig ef farið er að gráta yfir strák en svo eru veitt 100 mínusstig fyrir að byrja í sambandi á meðan leiknum stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar