fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Reykjavíkurborg kaupir ekki vörur af Múlalundi ólíkt öðrum sveitarfélögum – „Fólkið okkar vill upplifa  að starfskraftar þess skipti máli fyrir samfélagið“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 19:30

Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólíkt flestum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu kaupir Reykjavíkurborg ekki skólavörur af Múlalundi, verndaðri vinnustofu SÍBS. Það er þrátt fyrir þá staðreynd að um 80% starfsmanna Múlalundar eru með lögheimili í Reykjavík. Í þrjú ár hefur Múlalundur reynt að ná borginni að samningaborðinu án árangurs sem framkvæmdastjórinn segir að séu mikil vonbrigði.

„Miðað við málefnasamning meirihluta Reykjavíkurborgar, þar sem sérstaklega er talað um áhuga flokkanna á atvinnumálum fatlaðra, þá taldi ég að það yrði auðsótt að koma á viðskiptum. Raunin hefur þó orðið sú að ég hef beðið í þrjú ár án þess að nokkuð hafi gerst sem mér finnst með ólíkindum,“ segir Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar.

Starfsemin í Múlalundi er afar félagslega- og tilfinningalega mikilvæg fyrir starfsfólkið

 

Í Múlalundi hefur fólk með skerta starfsorku starfað við að framleiða ýmis konar skrifstofuvörur um áratuga skeið. Eitt sinn voru Egla-möppur flaggskip fyrirtækisins en þar sem samfélagið er sífellt að færast yfir á stafrænt form þá hefur þörfin minnkað fyrir slíkar vörur. Forsvarsmenn Múlalundar hafa því þurft að finna nýja markaði og einn af þeim er að framleiða margskonar vörur fyrir skólakerfið, meðal annars plastvasa og möppur með lituðum kili og glærri forsíðu sem margir þekkja. „Þetta er orðinn afar mikilvægur markaður fyrir okkur í ljósi þess að sala á öðrum mörkuðum er að minnka“.

Eins og áður segir hefur Reykjavíkurborg kosið að kaupa innfluttar skólavörur frekar en að skipta við Múlalund undanfarin ár. Viðbrögðin hjá öðrum sveitarfélögum hafa þó verið allt önnur. „Þar var okkur afar vel tekið. Hafnarfjörður reið á vaðið og fljótlega Mosfellsbær, Garðabær og Kópavogur. Þá hafa önnur minni sveitarfélög úti á landi einnig tekið okkur vel,“ segir Sigurður Viktor.

Sigurður Viktor viðurkennir fúslega að skólavörur Múlalundar séu dýrari en innfluttar fjöldaframleiddar vörur. Málið sé þó mun stærra en krónur og aurar.

„Þessi starfsemi okkar er fyrst og fremst velferðarmál enda er starfið afar félagslega- og tilfinningalega mikilvægt fyrir okkar fólk. Við erum að skapa atvinnu og þegar að undirbúningur fyrir skólavertíðina er í gangi þá er mikill andi í húsinu. Fólkið okkar vill upplifa  að starfskraftar þess skipti máli fyrir samfélagið þegar að það framleiðir vörur fyrir skólabörn um land allt,“ segir Sigurður.

Hann segir að Múlalundur selji vörur fyrir rúmlega 100 milljónir króna á ári og hafi þar til í fyrra borgað meira til ríkisins en starfsemin hefur fengið í styrki frá hinu opinbera. „Ríkið hefur styrkt starfsemina en þar til í fyrra þá vorum við að borga meira til ríkisins í formi skatta, virðisaukaskatts og tolla heldur en nam styrktarféinu. Það breyttist í fyrra þegar að miklar launahækkanir urðu vegna kjarasamninga og félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun komu inn og fylltu upp í það gat“. Sveitarfélögin styrki ekki starfsemina nema að því leyti að kaupa framleiðslurvörur og skapa þannig mikilvæg störf.

Að hans sögn yrði Reykjavíkurborg stærsti viðskiptavinur Múlalundar ef að sveitarfélagið myndi kjósa að versla áðurnefndar skólavörur af vinnustofunni. „Það er alveg ljóst að sú ákvörðun myndi skipta okkur gríðarlega miklu máli, bæði hvað snertir tekjur en sérstaklega verkefni fyrir fólkið okkar. Það eru mikil vonbrigði að Reykjavíkurborg horfi ekki á heildarmyndina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg