fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

MeToo-stríð rithöfundanna harðnar ennþá – Hallgrímur með harðar ásakanir – „Enn er enginn endir í augsýn, því miður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 13:30

Hallgrímur Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar þolandi kynferðisofbeldis er skammaður fyrir stíga fram, kæra, segja frá eða skrifa sig frá því, þá er það ákveðið form kynferðisofbeldis,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur í nýjum pistli. Hatrammar deilur og á milli hans og Eiríks Guðmundssonar, rithöfundar og útvarpsmanns, harðna með hverjum deginum, en Hallgrímur sakar Eirík um smánun á sér sem þolanda kynferðisofbeldis.

Eiríkur hefur svarað fyrir sig með stuttum og orðhvössum athugasemdum og boðar ítarlegra uppgjörs síðar.

Forsagan er sú að árið 2015 gaf Hallrímur út sjálfsævisögulegu skáldsöguna „Sjóveikur í München“ þar sem hann lýsir meðal annars skelfilegu kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir ungur að árum. Þetta varð hinum aldna rithöfundi, Guðbergi Bergssyni, tilefni til að skrifa illkvittinn og rætinn pistil þar sem hann hæddist að Hallgrími.

Eiríkur endurflutti þennan pistil inni í pistli sínum um sjálfsævisögulegar skáldsögur. Deilur rithöfunda og fleira fólks undanfarið snúast um það hvort Eiríkur hafi þarna verið að hampa pistli Guðbergs og bæta í háðið gagnvart Hallgrími, eða hvort hann var í raun að fordæma pistil Guðbergs.

Pistil Eiríks má lesa hér

Hallgrími misbýður mjög ritskýringar þeirra sem réttlæta þessi gömlu skrif Eiríks og kallar þau gaslýsingu. Hann segir pistilinn vera ennþá verri en hann minnti:

„Þáttastjórnandi á Rás eitt átelur mig þarna fyrir að stíga fram með 30 ára gamla nauðgun og fjalla um hana í bókmenntaverki. Hvers vegna hann gerir það, skil ég ekki alveg, er það vegna þess að bókmenntir eiga að vera penar og stilltar? Eða vegna þess að Guðbergi Bergssyni er það ekki að skapi? Pistill GB er síðan notaður til að hæða mig og hirta fyrir einmitt þetta, að skrifa um lykiltráma í mínu lífi í sjálfsævisögulegu verki.

Ýmsir hafa síðan notað birtingu pistilsins til að kveða úr um að mér geti ekki hafa sárnað þetta, þetta hafi ekki verið nálægt því sem kallast “gerendagrín”, heldur “bókmenntaumræða”. Slíkt er vel þekkt í kynferðisofbeldisfræðunum og heitir gaslýsing. Reynt er að sannfæra þolandann um að hann misminni og honum geti ekki hafa liðið svona illa.

“Bókmenntaumræðan” þarna er svo kapítuli út af fyrir sig og gat auðvitað aldrei orðið djúp því Eiríkur hafði greinilega ekki lesið bókina (talar um að nauðgun hafi átt sér stað í München) en grípur andstyggð Guðbergs og gerir sér að leiðarljósi, beintengir þannig “bókmenntaumræðu” sína við kommentakerfin, þar sem pistill GB á heima, og þar sem auðvitað enginn les bækur.

Það er auðvitað ekkert gaman að hafa nauðgunina sína hangandi þarna úti enn á ný og framlengja umræðu sem hægt væri að ljúka. Nú er bráðum vika síðan ég rifjaði upp þetta leiðindamál, þegar þáttastjórnandi hjá RÚV gerði sér góðan mat úr pistli sem hæddi þolanda nauðgunar fyrir að segja frá henni og átaldi hann síðan sjálfur fyrir að stíga fram, og enn er enginn endir í augsýn, því miður,

Andrúmsloftið virðist heldur ekki hafa breyst eins mikið og maður hélt, því enn á ný kemur nú menningarfólk fram, skrifandi kollegar jafnvel, og blessar pistil Eiríks og gaslýsingar vina hans.

Og það jafnvel eftir tvær heilar bylgjur af Metoo.

Aðeins eitt að lokum, svo fólk sé með það á hreinu: Þegar þolandi kynferðisofbeldis er skammaður fyrir stíga fram, kæra, segja frá eða skrifa sig frá því, þá er það ákveðið form kynferðisofbeldis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi