fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Húsfélagið í Efstasundi kærði formanninn fyrir fjárdrátt – Milljóna millifærslur yfir á eigin reikning

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 16:00

Efstasund 100. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsfélagið að Efstasundi 100 í Reykjavík kærði húsfélagsformanninn til lögreglu fyrir fjárdrátt. Lögreglustjórinn og héraðssaksóknari vísuðu málinu frá en þá fór húsfélagið í einkamál við formanninn. Dómur í því var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, 18. maí.

Húsfélagsformaðurinn fráfarandi er fertug kona. Hún ber erlent nafn en er með íslenska kennitölu. Í þjóðskrá er hún skráð til heimilis í útlöndum.

Konunni var stefnt til að endurgreiða húsfélaginu rúmlega þrjár milljónir króna sem hún hafði millifært af reikningum húsfélagsins yfir á eigin reikning. Samkvæmt hennar skiningi voru þetta laun fyrir þjónustu hennar sem formaður en hún rifti þjónustusamingum við húsfélagsþjónustufyrirtæki.

Konan fékk munnlegt samþykki við þessu hjá íbúum í tveimur íbúðum í húsinu en hún bar ákvörðunina ekki upp á húsfundi.

Það var niðurstaða héraðsdóms að ganga að miklu leyti að kröfum húsfélagsins. Konan var dæmd til að endurgreiða húsfélaginu tæplega 2,9 milljónir króna. Jafnframt þarf hún að greiða 950.000 krónur í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi