„Við erum í skýjunum yfir þessu og þetta eru gleðilegustu tölur sem við sjáum. En við erum alltaf á varðbergi og búum okkur undir það versta. En við gleðjumst í dag,“ segir Hjördís Guðmunsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í tilefni þess að engin innanlandssmit af Covid-19 greindust í gær. Tveir frá landamærum bíða mótefnamælingar og gætu landamærasmitin hafa líka verið núll.
Þetta er jafnframt fimmti dagurinn í röð sem enginn greinist utan sóttkvíar.