fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

14 milljónir í sektir vegna sóttvarnabrota

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars á síðasta ári fram til dagsins í dag hafa sektir upp á um 4,4 milljónir verið greiddar vegna sóttvarnabrota. Sektir upp á um 8,5 milljónir eru í vinnslu eða innheimtuferli. Sektir upp á 850.000 krónur hafa verið felldar niður. Samtals hefur lögreglan sektað einstaklinga og fyrirtæki um 13,6 milljónir vegna sóttvarnabrota.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í svör frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn blaðsins. Fram kemur að algengasta sektarupphæðin sé 50.000 krónur og sú næstalgengasta 100.000 eða 250.000 krónur. Lægsta sektin var 20.000 krónur og sú hæsta 350.000 krónur.

Flestar sektirnar eru frá síðasta ári eða upp á 9,9 milljónir króna. Af þeim eru sektir upp á 6,5 milljónir í vinnslu eða innheimtuferli.

Frá 1. mars í fyrra til 20. apríl á þessu ári voru 312 brot gegn sóttvarnalögum skráð í málaskrá lögreglu. Af þeim hafa aðeins 90 farið í sektarmeðferð og er þar um að ræða mál 85 einstaklinga og 5 fyrirtækja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Í gær

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar