Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í svör frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn blaðsins. Fram kemur að algengasta sektarupphæðin sé 50.000 krónur og sú næstalgengasta 100.000 eða 250.000 krónur. Lægsta sektin var 20.000 krónur og sú hæsta 350.000 krónur.
Flestar sektirnar eru frá síðasta ári eða upp á 9,9 milljónir króna. Af þeim eru sektir upp á 6,5 milljónir í vinnslu eða innheimtuferli.
Frá 1. mars í fyrra til 20. apríl á þessu ári voru 312 brot gegn sóttvarnalögum skráð í málaskrá lögreglu. Af þeim hafa aðeins 90 farið í sektarmeðferð og er þar um að ræða mál 85 einstaklinga og 5 fyrirtækja.