fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Segja að lokun flugbrautar skapi hættu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 09:00

Flugvöllur í Hvassahrauni myndi leysa Reykjavíkurflugvöll af hólmi. Mynd -Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef flugvél, sem þurfti að lenda í hliðarvindi á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu, hefði getað notað flugbraut, sem var nýlega lokað, hefði verið hægt að koma í veg fyrir skemmdir á henni. Á umræddri flugbraut er búið að koma fyrir efnishrúgu og hindrunum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Matthíasi Sveinbjörnssyni, formanni Flugmálafélags Íslands, að þessar hindranir séu ekki í þágu öryggis því þær útiloki notkun brautarinnar í neyðartilvikum. „Vélin sem þarna átti í hlut lenti á braut sem var í notkun en vegna þess að það var hliðarvindur á þeirri braut lenti hún í vandræðum, skemmdist illa og þurfti að fara í miklar viðgerðir í kjölfarið,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að svona hindranir hafi ekki sést á öðrum flugvöllum. Mölin geri það að verkum að erfitt sé að opna flugbrautina ef á þarf að halda. „Okkur finnst þetta svo mikill óþarfi því þetta er ekki í anda flugvirkja og ekki í þágu öryggis,“ sagði hann.

Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið hafi gert alvarlegar athugasemdir við þetta vegna þess að ákvörðunin hafi verið byggð á gölluðum verkfræðiskýrslum. „Það er búið að gera þessa flugbraut ónothæfa fyrir almennan rekstur en það er líka búið að gera hana ónothæfa til að nota í neyðartilfellum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Allir muna dagsetninguna en Pútín sér eftir að hafa valið þennan dag

Allir muna dagsetninguna en Pútín sér eftir að hafa valið þennan dag
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hnífstunguárásin á Kjalarnesi – Mennirnir starfa hjá Matfugli – Sjónarvottur sá brotaþola illa særðan úti á götu

Hnífstunguárásin á Kjalarnesi – Mennirnir starfa hjá Matfugli – Sjónarvottur sá brotaþola illa særðan úti á götu
Fréttir
Í gær

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare
Fréttir
Í gær

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Völva DV – Íþróttasigrar, hlé á eldgosum og vinsælar valkyrjur

Völva DV – Íþróttasigrar, hlé á eldgosum og vinsælar valkyrjur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“