fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Mun ekkert aðhafast í ofbeldismáli framkvæmdastjórans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. maí 2021 20:00

Lárus Blöndal (t.v.) og Þormóður Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍSÍ mun engin afskipti hafa af máli Þormóðs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóra Júdósambands Íslands, sem þann 26. apríl síðastliðinn var sakfelldur fyrir líkamsárás fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Þormóður var yfirbugaður af um átta dyravörðum eftir snörp orðaskipti við rekstrarstjóra Kalda Bars. Er þarna var komið sögu hafði Þormóður engan lamið en dyraverðir á Lebowski Bar og Kalda Bar mátu það svo að hann væri til alls líklegur, réðust á hann og keyrðu hann niður í götuna.

Við þau átök sló Þormóður einn mannanna í andlitið en beitti sér að öðru leyti ekki í átökunum. Lögmaður hans hélt fram þeirri vörn að höggið hefði verið sjálfrátt sársaukaviðbragð handar hans við þeim tökum sem hann var settur í. Á þetta féllst ekki dómari og var Þormóður dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Júdósambands Íslands sakfelldur fyrir líkamsárás

Er DV leitaði viðbragða hjá formanni Júdósambandi Íslands vegna málsins, Jóhanni Mássyni, neitaði hann að tjá sig.

DV leitaði viðbragða hjá Lárusi Blöndal, formanni ÍSÍ, og spurði hvort sambandið myndi aðhafast eitthvað vegna þessarar niðurstöðu. Lárus sendi DV eftirfarandi svar:

„ÍSÍ mun ekki hafa afskipti af þessu máli enda heyra starfsmannamál einstakra sérsambanda almennt ekki undir ÍSÍ.

Mér skilst að stjórn Júdósambandsins hafi tekið þá ákvörðun að láta kyrrt liggja á meðan málið er í áfrýjunarferli enda hefur sambandið mjög góða reynslu af Þormóði, jafnt sem starfsmanni og keppanda til fjölda ára.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi