fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Lyfjastofnun tilkynnt um breytingar á blæðingum í kjölfar bólusetningar – Dæmi um að konur fari á blæðingar að loknu breytingaskeiði

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 18:00

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjastofnun hafa borist tilkynningar um breytingar á blæðingum í kjölfar bólusetninga við COVID. Þetta kemur fram í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn DV. Ekki er  hægt að fullyrða að um orsakasamhengi sé að ræða.

„Verið er að skoða þessar tilkynningar ásamt öllum öðrum tilkynningum sem stofnuninni hafa borist. Við erum einnig að vinna í því að geta birt nánari upplýsingar á vefsíðu okkar um þær aukaverkanir sem borist hafa,“ segir í svarinu.

Samkvæmt heimildum DV eru dæmi um að konur sem hafa gengið í gegn um breytingaskeiðið hafi skyndilega byrjað á blæðingum eftir að hafa verið bólusettar, jafnvel árum eftir að þær hættu að fara á túr, og dæmi um blæðingar breytist með einhverjum hætti í kjölfar bólusetningar hjá konum sem fá reglulega blæðingar, og jafnvel að túrverkir aukist.

Í skoðun víða um heim

Víða um heim er verið að skoða möguleg tengsl milli bólusetninga við COVID og breytinga á blæðingum, sjá til dæmis fréttir BBC og  Bloomberg.  Á BBC segir að transmenn og konur sem komnar eru yfir breytingaskeiðið hafi fengið blæðingar í kjölfar bólusetningar.

Mikilvægt er að aukaverkanir lyfja séu tilkynntar til að hægt sé að taka þær með í reglulegu endurmati lyfja. Allir geta tilkynnt um aukaverkun lyfs, almenningur jafnt sem heilbrigðisstarfsfólk. Hægt er að tilkynna um aukaverkanir á vef Lyfjastofnunar: Tilkynna um aukaverkun lyfs

Mat á tilkynningum

Í svari Lyfjastofnunar er ítrekað að ekki er vitað hvort um orsakasamhengi sé að ræða milli bólusetninga og tilkynntra tilvika:

„Í allri umfjöllun um tilkynningar vegna gruns um aukaverkun er mjög mikilvægt að fram komi að þegar tilkynningar berast Lyfjastofnun er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Skoðun á öllum tilkynningum er hluti af hefðbundnu lyfjagátarkerfi Lyfjastofnunar, þar sem leitast er við að fá frekari upplýsingar um tilkynnt tilvik þegar upplýsingar sem geta varpað betra ljósi á tilvikin. Tilkynningarnar eru síðan metnar ásamt öllum öðrum tilkynntum tilvikum í samevrópskum lyfjagátargagnagrunni (Eudravigilance), í samstarfi við aðrar stofnanir á EES-svæðinu. Þannig er hægt að meta upplýsingar í hverju tilfelli fyrir sig en einnig skoða samnefnara á milli tilfellanna, en reynist mynstur svipað í tilkynntum tilfellum styður það við mat á orsakasambandi.“

Almennt er talað um að fyrstu 1-2 dagana eftir bólusetningu má búast við vægum, skammvinnum aukaverkunum sem yfirleitt eru með öllu skaðlausar. Þetta geta t.d. verið óþægindi á stungustað, þreyta, höfuðverkur, verkir í vöðvum og liðum, kuldahrollur, hiti og ógleði. Þetta eru merki um að líkaminn sé að mynda ónæmissvar og að bóluefnið hafi tilætluð áhrif. Ekki þarf að hafa samband við lækni ef þessi einkenni koma fram.

Upplýsingar um þekktar aukaverkanir má finna í fylgiseðli hvers bóluefnis í sérlyfjaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi