Tveir greindust innanlands með Covid-19 í gær en báðir voru í sóttkví. Tveir greindust á landamærum og þar af bíður annar mótefnamælingar.
„Við gleðjumst alla daga sem enginn greinist utan sóttkvíar. Við erum sérstaklega ánægð með hvað samfélagið fyrir norðan stóð sig vel í viðbrögðum við hópsýkingunni,“ segir Hjördís Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna, en hún telur að búið sé að uppræta hópsýkinguna í Skagafirði.
Mjög fáir hafa greinst utan sóttkvíar undanfarið og ánægja ríkir hjá Almannavörnum með stöðu mála í baráttunni við faraldurinn.