fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Íslenskt klámmyndband í Dominos-búningi – „Við erum stoltir stuðningsaðilar allra“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. maí 2021 15:00

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OnlyFans hefur verið mikið í umræðunni hér á landi upp á síðkastið. Þau Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson starfrækja bæði hvort sína síðuna á miðlinum. Þau vöktu mikla athygli í apríl í kjölfar þess að hlaðvarpið Eigin konur birti viðtal við þau. Nú vekja þau aftur athygli, í þetta skipti vegna notkunar á Domino’s-búningi í klámmyndbandi sem þau gerðu.

OnlyFans er síða sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Algengasta efnið þar er án efa nektar- og kynlífsefni en það er þó ekki það eina sem dregur fólk að síðunni. Yfirleitt er efnið þó á einhvern hátt kynferðislegt og er það raunin í efninu sem Ósk og Ingólfur birta.

Nýlega birtu þau, og fleiri Íslendingar sem vinna við að framleiða efni fyrir OnlyFans, myndband þar sem sjá mátti Ingólf í vinnubúningi frá Domino’s á Íslandi. Notkun búningsins vakti athygli en DV fékk sendar ábendingar um málið. Á Twitter-síðu þeirra beggja má sjá eins konar stiklu fyrir klámmyndbandið og þar bregður búningnum fyrir.

„STÓRA AFMÆLIS ORGÍU MYNDBANDIÐ MITT ER KOMIÐ ÚT Á ONLYFANS-SÍÐUNNI MINNI,“ skrifar Ósk með stiklunni. Ásamt Ósk og Ingólfi eru nokkrar aðrar íslenskar stelpur í stiklunni. Stiklan er ekki við hæfi viðkvæmra en þar má sjá ýmis konar kynlíf, munnmök og fleira.

„Þætti vænt um ef það væri spurt næst um leyfi“

DV ræddi við Ásmund Atlason, fjölmiðlafulltrúa hjá Domino’s á Íslandi, um málið. „Það er engin einhver opinber afstaða sem við tökum gagnvart þessu,“ segir Ásmundur en ekki er vitað hvaðan búningurinn kom. „Við vitum ekki hvaðan búningarnir koma, það er þannig að það þarf að heyra í næsta yfirmanni þegar búningar eru lánaðir út og þá er tekin ákvörðun um það hvort búningarnir séu lánaðir eða ekki.“

Ásmundur grípur svo í einkennisorðin sem Domino’s hefur notað hér á landi undanfarið, að fyrirtækið sé stoltur stuðningsaðilar allra. „Svo er það þannig að við erum stoltir stuðningsaðilar allra og fólk gerir bara eins og því sýnist, það gerir það sem það vill gera. Það er engin skýr afstaða eða skoðun sem við höfum á þessu. Við erum ekki að fara að dæma einn né neinn fyrir eitthvað sem þau eru að gera, ef það veitir þeim hamingju og þeim líður vel að gera það þá styðjum við það.“

„Okkur þætti vænt um ef það væri spurt næst um leyfi,“ segir Ásmundur svo að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“