fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Netheimar loga vegna karlrembulæknisins – „Femínisminn er í raun nornakölt“

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimilislæknirinn Guðmundur Pálsson hefur verið á allra vörum seinustu daga vegna skrifa sinna á Facebook-síðu sína. Ummælin sem hann hefur látið falla eru til dæmis: „Konur ættu að vera mikið grimmari/ákveðnari við karla sem nálgast þær á röngum forsendum og þær vilja ekkert með að hafa og vísa þeim frá í augabragði. En gera þær það?“, „Sérhver kona er í hjarta sínu á móti fóstureyðingum. Því fóstur er maður“ og „Femínisminn er í raun nornakölt, það eru ekki allir sem átta sig á því“ en ummælin eru afar umdeild.

Guðmundur Pálsson Mynd/Facebook

Margir kveðast hafa skipt um heilsugæslustöð vegna Guðmundar en hann starfar í Grafarvogi. Í Facebook-hópnum Grafarvogsbúar hafa skapast umræður og segjast sumir hafa nú þegar sent inn kvörtun til Landlæknis vegna Guðmundar.

Stundin ræddi við Guðmund á dögunum þar sem hann segist mega tala um allt nema sjúklinga sína. Stundin ræddi einnig við konu sem skipti um heilsugæslu eftir að hafa lesið ummæli Guðmundar á netinu. Hún segist ekki hafa getað treyst honum lengur. Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif Guðmundar en Læknafélagið segist ekki taka afstöðu í einstakamálum.

Íslendingar á Twitter hafa einnig tjáð sig um málið en undir færslum þar hafa einnig skapast umræður um Guðmund. Fólk veltir því fyrir sér hvort þetta sé ekki brot á siðareglum Læknafélagsins og leitast eftir svörum Landlæknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi