Heimilislæknirinn Guðmundur Pálsson hefur verið á allra vörum seinustu daga vegna skrifa sinna á Facebook-síðu sína. Ummælin sem hann hefur látið falla eru til dæmis: „Konur ættu að vera mikið grimmari/ákveðnari við karla sem nálgast þær á röngum forsendum og þær vilja ekkert með að hafa og vísa þeim frá í augabragði. En gera þær það?“, „Sérhver kona er í hjarta sínu á móti fóstureyðingum. Því fóstur er maður“ og „Femínisminn er í raun nornakölt, það eru ekki allir sem átta sig á því“ en ummælin eru afar umdeild.
Margir kveðast hafa skipt um heilsugæslustöð vegna Guðmundar en hann starfar í Grafarvogi. Í Facebook-hópnum Grafarvogsbúar hafa skapast umræður og segjast sumir hafa nú þegar sent inn kvörtun til Landlæknis vegna Guðmundar.
Stundin ræddi við Guðmund á dögunum þar sem hann segist mega tala um allt nema sjúklinga sína. Stundin ræddi einnig við konu sem skipti um heilsugæslu eftir að hafa lesið ummæli Guðmundar á netinu. Hún segist ekki hafa getað treyst honum lengur. Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif Guðmundar en Læknafélagið segist ekki taka afstöðu í einstakamálum.
Íslendingar á Twitter hafa einnig tjáð sig um málið en undir færslum þar hafa einnig skapast umræður um Guðmund. Fólk veltir því fyrir sér hvort þetta sé ekki brot á siðareglum Læknafélagsins og leitast eftir svörum Landlæknis.
Er einhver munur á því að beita ofbeldi og styðja ofbeldi? fyrir mér er enginn munur. @landlaeknir eru þetta eðlileg ummæli læknis? pic.twitter.com/TaEiw0dh6D
— edda falak (@eddafalak) May 15, 2021
hvað var ég að lesa? pic.twitter.com/tz9LFfXsOA
— Jón Ólafs (@jonolafs) May 14, 2021
Læknir og lektor fara hér yfir það árið 2021 að nauðganir séu í raun konum að kenna. Verst að við skvísurnar erum ekkert á leið í sveitina að læra um dýrslega kyneðlið svo þessir menn geta grjóthaldið kjafti.@landlaeknir sækið trúðinn ykkar. pic.twitter.com/DrreKYAzKK
— Sólborg Guðbrands (@solborgg) May 15, 2021
Sorry en @landlaeknir hvernig eigum við konur að treysta svona læknum? Er ekki stórhættulegt að taka fólk hálstaki? https://t.co/7s1YtN2dpl
— Ásdís María 🇮🇸🇮🇸 (@Disamariaa) May 15, 2021