fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

„Af hverju eru karlmenn að níðast á konum?“

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af hverju vilja karlmenn níðast á konum með einhverjum hætti er spurning sem veltur um hjá mér stöðugt og svarið umvafið flóknu og margslungnum ástæðum. Þessi spurning er engan veginn að koma fram vegna #metoo eða annarrar baráttu sem snýr að því að stöðva hvatir karla sem nýta sér líkamlegt atgervi til að gera konuna vanmáttuga.“

Þetta segir Ástþór Ólafsson, grunnskólakennari, í pistil á visir.is. Ástþór ólst upp við að móðir hans var beitt andlegu og líkamlegu ofbeldu af föður hans en Ástþór varð vitni að ofbeldinu í barnæsku. Hann segir þess spurningu hafa leitað á hann við og við en svarið hefur veriða ð koma til hans hægt og rólega.

„Ein af þeim ástæðum af hverju karlar níðast á konum er aldagömul og á rætur að rekja til biblíunnar og kirkjunnar rétt við upphaf kristnitökunnar enda var talað um að um leið og kona og karl leiðast eru þau búin að syndga í birtingarmynd Adam og Evu. Enda er forsagan að guð hafi sagt við þau bæði ef þau myndu taka bita af eplinu þá myndi þeirra meðvitund birtast fyrir í syndinni. Í kjölfarið á þessu tekur Eva bita af syndgaða eplinu og býður Adam að taka bita líka sem hann þiggur með glöðu geði. En þegar guð spyr af hverju þau hafi bitið í eplið sem hann var búinn að vara við að þau ættu ekki að gera þá svarar Adam að Eva hafi látið hann bíta í eplið og kennir hér með Evu um að hann hafi fengið sér munnbita,“ segir Ástþór og bendir á að karlmenn níðast á konu í trúarriti Þjóðkirkju Íslands, Biblíunni.

„Þarna verður til mikil togstreita enda kemur Adam fyrir sem stjórnlaus og ekki nægilega sterkur í ákvörðunartöku, setur alla ábyrgð á Evu að það sé henni að kenna að hann beit í eplið. Þannig þetta er Evu að kenna! Við þekkjum hvað þetta er algeng vísa þegar karlar lendi í klandri. Þá er oftast konan sem stígur fram og tekur á sig höggið og ábyrgðina fyrir klandur karlsins. En höldum áfram. Síðan var talað um að þegar kona og karl ganga í hjónaband þá eigi karlinn að yfirgefa sinn föður og móður til að kljúfa sig frá hreiðri þeirra til að fara í hreiður konunnar. Þannig að karlinn kemur fyrir sem óábyrgur aðili, skortir hugrekki og er dreginn inn í fang konunnar. Þannig er konunni um að kenna ef allt fer á versta veg! Þessu líkt þekkjum við líka hvernig þetta birtist ef kona klæðir sig með djörfum hætti,“ segir Ástþór en konum er oft kennt um áreiti sem þær verða fyrir því karlmenn geta ekki hamið sig vegna klæðaburð þeirra.

Hann segir andsnúna veruleikann þar sem karlinn fer að horfa á konuna sem ógn verða til svona. Hann skoðaði rit tveggja hugsuða, þeirra Søren Kierkegaard og Sigmund Freud.

„Þeir eiga það sameiginlegt að hafa rannsakað hvatir karla og hvernig þær koma fyrir í samfélagslegu sjónarmiði í tengslum við að hafa yfirhöndina yfir konunni. Sá fyrrnefndi velti fyrir sér einmanaleika karlsins og örvæntingu hans sem birtist í Don Juan tónverkinu eftir Mozart. Don Juan var mikill kvenna-kúgari og þreifst á því að gera konur háðar sínum þörfum þannig að hann stýrði því algjörlega hvenær konan ætti að uppfylla hans þarfir. Hann fer inn á hvað þessi karl eða birtingarmynd hans sé aumkunarverð og lýsir sér sem hatursfullum karlmanni sem hefur ekki leyst úr sínum áföllum eða erfiðleikum í sínu lífi,“ segir Ástþór.

Freud kafaði enn dýpra ofan í málin enda vann hann mikið með konum. Hann áttaði sig á því að einhver myrkraveröld byggi í samfélaginu sem sneri að þeirri tilhneigingu að karlar voru að svara sínum þörfum og hvötum með því að nauðbeygja konur og hafa þær á sínu valdi.

„Hann var líka meðvitaður um að þessi hegðun myndi brjótast út kynferðislega og gæti haft langvarandi áhrif á líðan kvenna. Freud var eins og Kierkegaard vel lesinn á þróun sögunnar frá Biblíunni að samband kirkjunnar við samfélög. Hann taldi að einu sinni hefði konan verið talin sterkari aðilinn en vegna þeirra aumkunar og lítilsvirðingar karlsins þá hefði hann mótmælt með því að ráðskast með konur í staðinn fyrir að efla sína sjálfsmynd án þess að konan myndi verða fyrir barðinu. Í þessu vísar hann í Ödipusarkenninguna sem snýr að því að sonur verður hrifinn af móður sinni og vill drepa föður sinn,“ segir Ástþór.

Hann bætir við fleiri hugmyndum eins og að það sé verið að streitast á móti þeirri birtingarmynd að konan hefur verið æðri en karlinn.

„Þannig að ástæðan af hverju karlar eru að níðast á konum eru djúpstætt samfélagssár sem hefur komið með ábyrgðarleysi karlsins. Í staðinn fyrir að gerast sterkir í sínu og efla sig sem manneskju þá hafa þeir eflt sig með að verða ómanneskjulegir. Hafa ekki getað horft upp á þessa staðreynd að þeir hafa verið allan tímann háðir konunni og án hennar verður erfitt fyrir þá að stækka sína sjálfsmynd. Við þekkjum neikvætt dæmi eins og stráka sem fara illa með stelpur, horfa á sig sem töffara samkvæmt því en innst inni eru þetta særðir litlir strákar sem kunna ekkert annað en að stæra sig af því að veikja hitt kynið,“ segir Ástþór en lokapunktur hans er að ástæða þess að karlar níðast á konum er bæði öfugsnúin og djúpstæð og nær til sjálfsmyndarinnar um að vera efstur í fæðukeðjunni.

„En þessir veiku karlmenn sem þurfa aðstoð sjá oft enga aðra leið en til að styrkja sína sjálfsmynd nema með því að níðast á konum. Enda eru veikir karlmenn æ meira áberandi í samfélaginu en þeir þurfa aðstoð til að verða sterkir karlmenn. Ástæðan af hverju karlmenn níðast á konum getur bæði tengst arfleið og umhverfi enda mikið af strákum sem lifa við hatursfullan föður sem er ósáttur með sjálfan sig en hefur ekki kjark og styrk til að efla sig nema með því að níðast á móðurinni. Það getur bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi