Tveir aðilar féllu af rafskútu í gærkvöldi og hlutu þeir báðir skurð við fallið. Fyrra atvikið átti sér stað í Fossvogi rétt fyrir klukkan ellefu en maðurinn hlaut skurð á nef og blæddi mikið út honum samkvæmt dagbók lögreglu. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild. Hitt atvikið var klukkan 20 mínútur yfir þrjú en sá aðili fékk skurð á höku og áverka á úlnlið. Hann var einnig fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild en báðir aðilar voru á leigu hjólum.
Tveir 17 ára ökumenn voru stöðvaðir eftir hraðakstur. Einn mældist á 160 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Hinn var á 146 km hraða þar sem hámarkshraði var einnig 80 km/klst. Forráðamönnum þeirra beggja var tilkynnt um málið og tilkynning send til Barnaverndar.
Þá voru nokkur tilvik um ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kannað var með sóttvarnir og leyfi á 39 veitingastöðum í borginni. Fjórir staðir voru áminntir þar sem tveggja metra reglan var ekki virt, bókhald yfir viðskiptavini ekki skráð eða enginn listi yfir starfsmenn.