fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Nauðalíkir feðgar með pólitískar skoðanir

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 15. maí 2021 12:30

Ellert og Arnar Þór. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arn­ar Þór Jóns­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur, hyggst gefa kost á sér í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í júní og hefur vakið athygli fyrir skoðanapistla í Morgunblaðinu.

Enginn hefur gagnrýnt Arnar Þór harðar en lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson en fáir vita að þeir Arnar Þór eru þremenningar. Sveinn Andri sonur Sveins Hauks Valdimarssonar hæstaréttarlögmanns. Móðir Sveins Hauks var Herdís Maja Brynjólfsdóttir, systir Aldísar Brynjólfsdóttur móður Ellerts B. Schram. Ellert átti Arnar Þór með Ásdísi Þórðardóttur en hann var ættleiddur af Jóni Guðmundssyni fasteignasala og er því Jónsson.

Ellert segir í endurminningum sínum, sem Björn Jón Bragason skráði, að Arnar Þór sverji sig í báðar ættir móðir og föður og milli þeirra sé gott samband. Þeir feðgar þykja líka ansi líkir í útliti.

Ellert hefur látið til sín taka víða í samfélaginu en sem kunnugt er sat hann til að mynda á þingi bæði fyrir Sjálfstæðisflokk og Samfylkinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi