fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Gunnar Nelson fær að heyra það eftir slaginn við Hafþór Júlíus – „Pældu aðeins í þessu“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. maí 2021 16:00

Myndir: Facebook/Gunnar Nelson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bardagakappinn Gunnar Nelson slóst á dögunum við Hafþór Júlíus Björnsson en Gunnar birti tvö myndbönd af slagnum á Facebook-síðu sinni. Myndböndin hafa vakið gríðarlega athygli en ekki eru allir sáttir með Gunnar fyrir að slást við Hafþór. Hringbraut vakti athygli á málinu fyrr í dag.

Fjöldi fólks hefur látið Gunnar heyra það á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að myndböndin voru birt. Gagnrýnin stafar helst af því að Hafþór hefur verið sakaður um ofbeldi af barnsmóður sinni, Thelmu Björk Steimann, og að myndböndin hafi komið á sama tíma og #MeToo bylgja er í fullum gangi.

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, sem hefur verið áberandi í #MeToo umræðunni undanfarið, er ein þeirra sem gagnrýndu Gunnar fyrir þá ákvörðun að slást við Hafþór. „Það er þetta með tímasetningar og meðvitund um þjóðfélagsumræður,“ skrifaði Kolbrún á Twitter-síðu sína þegar Gunnar greindi fyrst frá slagnum við Hafþór.

Árni nokkur birti svo röð af færslum þegar Gunnar birti fyrsta myndbandið af slagnum. Sæll Gunni Nelson, nú eru tugir þúsunda búin að horfa á myndband sem þú birtir á Facebook síðunni þinni í gær þar sem þú glímir við mann sem sakaður hefur verið um mjög alvarlegt ofbeldi,“ segir Árni og rifjar svo upp frásagnir Thelmu:

„Á Selfossi byrjaði ofbeldið af alvöru. Hann sló mig og henti mér til, henti mér á hluti og braut hluti. Oft tók hann mig hálstaki þannig að ég leið út af. Stundum hélt hann mér niðri eða hélt mér með annarri hendi á meðan hann kýldi mig með hinni“

„En þegar við komum inn í herbergi tók hann mig og þröngvaði sér inn í endaþarminn á mér án þess að ég vildi það. Hann spurði hvort ég héldi virkilega að hann gæti þetta ef hann hefði verið með annarri stelpu fyrr um kvöldið.“

„Ég bara hágrét og það blæddi en hann var alltaf að sussa á mig svo foreldrar hans myndu ekki vakna.“

„Fyrr það sama ár fóru þau til Tenerife með fjölskyldu Hafþórs. Þar réðst Hafþór á Thelmu í enn einu rifrildinu. „Ég hélt í alvöru að hann myndi ekki lemja mig á meðan ég væri ólétt.“

Árni segir frásagnirnar vera vægast sagt hrottalegar og hvetur fólk til að lesa viðtalið við Thelmu sem birtist á Vísi þann 24. júní árið 2017. „Nú hefur vissulega ekki komið fram opinberlega hvar þessi mál eru staðsett í réttarkerfinu, fyrir utan þá staðreynd að þau voru kærð til lögreglu á sínum tíma EN hefðiru kannski ekki átt að staldra aaaaaaðeins við, og endurhugsa þessa birtingu með tilliti til tíðaranda í ljósi þess sem er í gangi í þjóðfélaginu undanfarnar vikur?“ segir Árni svo en færslurnar hans hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlinum.

„Gunnar í alvöru talað, þú átt þér svooo marga die hard aðdáendur á íslandi, og þá sérstaklega unga drengi.. Með þessari birtingu ertu að senda mjög skýr skilaboð um að ásakaðir ofbeldismenn eigi að fá að njóta vafans fram yfir þolendur ofbeldis. Pældu aðeins í þessu plz“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári